Blanda - 01.01.1918, Síða 189
183
maður minn heim, og þann dag'um kveldið sló Breck-
mann mig hér niður í búðinni. 5. Hvernig gekk það
til? Sv.: Hann kom inn í búðina, setti hnefann á
kinn mér og hratt mér niður, svo eg fékk skelfilegar
blóðnasir, sem ekki lintu fyr en seint daginn eptir,
til muna. 6. Var nokkur þá nærverandi? Sv.: Já,
en eg man ekki hverjir. Mér var hjálpað af þeim,
sem við voru, og varð svo ekki meir úr þvi. 7. Hvern-
ig varð yður við þetta? Sv.: Framan af næsta degi
var eg á fótum, en snemma um kveldið íór eg að
hátta, því að mér var ofur ilt. 8. Fædduð þér siðan
nokkuð fóstur? Sv.: Daginn eptir þennan fékk eg
blóðlát, og haíði blóðverki daginn og nóttina fyrir, þá
hafði blóðið gengið upp úr mér, en umgetinn morgun
íæddi eg ótimabært fóstur. 9. Hjálpaði nokkur yður
f þessu tilfelli? Sv.: Nei, en skómakaraekkjan Höyer1)
kom hér í þvi það skeðí, eður strax eptir, og hjálp-
aði hún mér að senda eptir yfirsetukonunni til að álíta
fóstrið. 10. Hvað var gert af fóstrinu? Sv.: Það veit
maðuriun minn. 11. Hafið þið átt börn fyrri, og voru
þau fullborin og lifandi? Sv.: Já, tvö bæði fullborin
°g lifandi. 12. Meinið þér, að umgetin misþyrming
hafi verið orsök í þessum ótímabæra burði? Sv.: Það
held eg, þó eg geti ekki svarið það, en enga aðra
sérstaka orsök veit eg þartil. 13. Eruð þér slegnar á
nokkrum þeim stað, hvar höggin kynnu, að yðar mein-
ingu, hafa liaft slæma verkun í tilliti til fóstursins?
Sv.: Já, eptir því, sem eg fyrri hef sagt, en fóttroðn-
tngurinn hefur gert mest að verkum. 14. Hafið þér
fynr nærverandi tíð nokkurn sjúkdóm, sem orsakast
tefur af téðri misþyrming? Sv.: Já, brjóstveiki og
hósta og særindi helzt þegar eg hræri mig, en ekki
1) Hún var dönsk og átli lieima i Melshúsum.