Blanda - 01.01.1918, Page 199
193
gagnvart Breckmann og konu hans, heldur er nú far-
ið að yfirheyra Grím sem sakamann. Haun játar i
þessu réttarhaldi, að hann hafi tekið irá Breckmann
tunnur, borðflettinga í eldiviðarneyð, ennfremur ýmis-
legt úr skattoli hans. Honum var þá að svo koranu
úrskurðað varðhald, og hann fluttur í tugthúsið, „þar
annað civil fangelsi er ei að fá“.
Næstu daga var prófunum haldið áfram með mikl-
um krapti, og sönnuðust þá á Grim, bæði eptir hans
eigin játningu og öðrum svörnum vitnisburðum eptir-
fyigjandi glæpir:
1. Að hann hafði uppbrotið pakkhús og loptið í
svokölluðu „græna" húsi, og stolið þaðan öllum ókjör-
um af ýmsum munum, sem ekki þýðir að telja hér
upp.
2. Að hann hafði falsað gjafabréf frá Páli Breck-
mann til sín á „norska" húsinu. Hann skuldaði Árna
Beynistaðamág Jónssyni 780 rdl., sem Árni gekk hart
sptir; tók hann þá það til ráðs, að búa til gjafabréfið og
setti húsið sið&n að veði fyrir skuld sinni. Þessi föls-
Un fórst honum annars óhönduglega, því bréfið bar
sjálft með sór, að það var falskt. Hann hafði nefni-
lega skrifað Brec/í, en Páll skrifaði nafn sitt sjálfur
Srecfc. Signeti hans náði hann eitt sinn, er kona Páls
var úti í Viðey.
3. Að hann hafði brúkað meðöl til að eyða fóstri,
er hann átti með Gyríði Þorkelsdóttur vinnukonu, ætt-
aðri úr Hosfellssveit. Þessi meðöl voru saffran, kvika-
silfur og kamfóra. Ekki var Gyðríði ljúft að taka
þessi meðöl, því henni varð ilt, í hvert sinn, er hún
notsði þau. Þau dugðu heldur ekki, því hún fæddi
lifandi og heilbrigt barn.
4- Að hann ásamt konu sinni og Þrúði systur
^ennar hafi gjört tilraun til þess, að svæla þau hjón
lnni, er þau lágu í svefni. Um þetta þyngsta sakar-
Blanda I. 13