Blanda - 01.01.1918, Side 200
194
atriðið verð eg að vera dálítið langorðari en um
hin.
Eitt kveld þá um sumarið komu þau hjónin Grím-
ur og kona hans, og iPrúður systir hennar sór saman
um, að svæla þau hjónin inni, er þau væru háttuð,
drukkin, eins og þau voru að vanda. Þau tóku fjórð-
ungspott og fyltu hann með kalki og brennnisteini.
£>au hjónin fóru upp í tugthús og settust þar að drykkju,
en Þrúður bar pottiun, eptir að hafa látið eldsglæður
í hann út undir súð við loptherbergi þeirra Breck-
manns, er þau sváfu i. Síðan fór Þrúður líka upp í
tugthús. Þau komu seint heim, og ætluðu að þau
mundu finna gömlu hjónin innisvæld, en það var ekki.
Gamli Breckmann þurfti að brúka náttstól, er þar var
líka á loptinu, og varð var við reykinn og pottinn.
Morguninn eptir spurði hann þau um pottinn og má
af svörum þeirra marka, hvernig daglegar viðræður
hafi verið í húsinu. Þrúður svaraði: „Andskotinn
hafi mig, ef eg veit nokkuð um þennan pott.“ En Grim-
ur svaraði: „Andskotinn brenni mig um tima og eilííð,
ef eg veit nokkuð um það1', en Þórunn sagði: „Djöt-
ullinn brenni jþann eld á ykkur um tíma og eilífð.“
Framburður þeirra Gríms og Þrúðar um þetta atriði
er á þessa leið:
„Þrúður, mín kona og eg, töluðum um að setja
eldpottinn upp, til þess að þau gömlu skyldu kafna.
Þrúður og kona mín sögðu já! til og samþyktu það.
Þetta kveld voru glæður á skorsteininum, við fengum
4 spiger, hverjar Þrúður setti eins og rist í botninn á
pottinum, þar eptir lagði eg og Þrúður eld í pottinn,
þó man eg ekki fyrir víst, hvort það var Þrúður eða
kona min, sem kom með dálítið stykki af brennisteini,
hvað skafið var niður í pottinn, þar eptir tók eg einn
kalkhnefa og lagði á eldinn, til þess rjúka skyldi, og
Þrúður sagði við skyldum bera hann upp meðanryki;