Blanda - 01.01.1918, Page 201
195
svo gekk eg fyrst upp á loptið, og Þrúður á eptir með
eldpottinn, og setti hann út undir bjálkann. Breok-
mann sat upp við sængÍDa, en gat ekki séð pottinn.
Síðan gengum við uiður og þá sagði eg við JÞrúði og
JÞórunni, að eg ætlaði að fara upp í tugtbús. Eg fór
þangað strax, og var þar einn tima. JÞar eptir sendi
eg Sæmund eptir brennivini, og síðan Jón norðlenzka.
Skömmu eptir kom annaðhvort Jón, Sæmundur eða
Þórunn með eina brennivínsflösku, af hverri nær þvi
alt var drukkið. Því næst kom Þrúður .... með
eina brennivínsflösku til. Eg spurði Þrúði: Hvernig
gengur það niður irá? Hún sagði þá: Eg setti meiri
eld i pottinn, og rýkur nú vel úr honum. Skömmu
eptir gengum við niður“.
Af þessari lýsingu má sjá, að þau hafa gengið að
þessu illvirki með köldu blóði og fullkomnu kæruleysi,
og má það merkilegt heita um Þrúði, sem þá var að-
eins 17 ára gömul. Hennar framburður um þetta var
á þessa leið: „Hún meðkendi (þau voru bæði mjög
lengi treg til að játa á sig þennan glæp) nú, að þau
einum eða tveimur dögum áður, hefðu talað um eld-
pottinn í norska húsinu. Hún sagðist þá hafa sagt:
að hún óttaðist fyrir, að það kæmist upp. Tveimur
dögum eptir . . . ræddu þau um að framkvæma það,
fil þess þau gömlu skyldu kafna. Grimur kom upp
ffleð að gjöra það strax, því þau gömlu væru full. Eg
°g systir min samþyktum í þessu". Síðan bjuggu þau
i pottinn og Þrúður bar hann upp. Þegar Grím-
Ur heyrði, að mislukkast hefði að kæfa þau gömlu,
8agði hann „að þau nokk skyldu finna upp önnur ráð“.
5. Það má enn telja það fullsannað, að þau hafi
reynt að koma eitri ofan i þau bæði, Breckmann og
konu hans. Einn dag kom Þórunn til móður sinnar
^eð fult spíðsglas með einbverju i, og bauð henni að
drekka. Hún smakkaði á því, og fann að það var
13*