Blanda - 01.01.1918, Side 202
196
beizkt og barkandi og vildi því ekki drekka meira.
iPórunn tók þá um bálsinn á henni og ætlaði að neyða
því ofan i hana, en hún gat varist því. — Eitt kveld
kom Breckmann heim, og sagðist þá vera „matt og
domm“. Þegar hann var lagstur íyrir kvartaði hann
yfir hræðilegum þyngslum íyrir brjóstinu og sagði:
„Það var einhver skrattinn í glasinu, sem hann Grim-
ur gaf mér“, þá segir Jarþrúður: „Æ drakstu mikið
af því?“ Sv.: Svo sem þriðja eða fjórða part af stóru
frimúraraglasi, og sagði það hefði verið gráleitt. Grírnur
vildi, að Páll drykki það út, en þegar hann neitaði
því, sagði Grímur: „Bölvaður nokkuð“. Breckmann var
sjúkur tvo daga á eptir.
6. Lokkaði hann og þau hjón Óshildi, sem var
frámunalega heimsk, til að bera falskan vitnisburð fyr-
ir réttinum. Öll sagan um hnifinn var tilbúin, mis-
þyrmingin var mjög lítilfjörleg, eða margfalt minni en
borið var; þannig játar Óshildur siðar, að hún hafi
aldrei séð Pál jarðvarpa Þórunni, að kokkhúsdyrnar
hafi verið læstar og hún hafi þvi ekkert séð af viður-
eign þeirra þar inni, sem hún hafði þó lýst ýtarlega áður.
7. Loks er það sannað, að Þórunn átti ekkert
fóstur, heldur hafði Þrúður systir hennar látið þvi,
sennilega vegna eyðandi meðala, sem hún brúkaði. En
það var Grímur, sem fann upp á þvi að láta það vera
Þórunnar fóstur og afleiðing af misþyrming Páls.
Þetta er i rauninni það allra bíræfnasta af ódáðum
Grims. Þær lágu einar saman, nóttina eptir slags-
málið, systurnar, og þá leysti Þrúður höfn, en þeim kom
svo öllum samau um að láta það vera afkvæmi Þór-
unnar, bæði til þess að firra Þrúði skömm, þar sem
hún var nýlega orðin ekkja, en var þó orðin barns-
hafandi með öðrum, en aðallega var þó gripið til þessa
bragðs, til þess að hafa það sem vopn á Pál Breck-
mann, eins mikið og þau höfðu brotið gegn honum.