Blanda - 01.01.1918, Side 203
197
Páll hafði mörg ákæruefoi á þau Grím og Þrúði, og
hafði þó eigi notað þau, þó hann hefði haft nægan
tíma til þess, en það mátti altaf búast við, að hann
gerði það. Það gat því verið gott að hafa eitthvað
á móti til að halda honum hræddum, og hvað var þá
betra, að minsta kosti í almenningsálitiuu en að geta
borið honum á brýn, svo stórkostlega misþyrming á
stjúpdóttur sinni, að fóstur hefði leyst frá henni, mis-
þyrmingu, sem gat valdið dauða hennar? Grímur sagði
líka við Þórunni svo Þrúður heyrði: „Þetta skal vera
til sýnis, fyrir þá sem koma hérna, til að sýna hvernig
Breckmann og hans kona hefðu misþyrmt Þórunni".
Þess vegna var sent eptir skómakaraekkjunni Höyer,
og Ragnheiði yfirsetukonu, sem lítið skoðaði fóstrið,
en tóku það trúlegt, að það væri frá Þórunni, sem og
Var líklegra, þar Þrúður var nýlega orðin ekkja. En
það var samt harla vitlaust af Grími, að hlaupa strax
og kæra yfir þessu og koma með því málinu af stað.
Með því gróf hann sór sjálfur gröfina, eins og áður
or sagt, þvi það var svo sem auðvitað, að þau Páll
mundu ekki þegja, þegar þau væru borin lognum sak-
argiptum.
Af þessu yfirliti yfir glæpaferil Gríms Ólafsson-
af kemur það í ljós, að hann er einhver sá magn-
aðasti og 'r stórfeldasti glæpamaður á síðari tím-
um, 0g það var von að samtíðarfólki hans blöskraði,
«vo að ýmsir héldu, að hann lýgi á sig einhverju.1)
Allur heimilisbragur og dagleg umgeugni á heira-
di hans, var eitthvað hið versta, er hugsast getur.
■^ogar hann kom ofan úr Borgarfirði daginn eptir
slagsmálið, og Þórunn kona hans fór að segja honum
þvf, og orsökinni til þess, sagði hann: Þú hefir
verið svíndrukkin eins og vant er, því ekki eru meiri
en þrír pottar eptir á brennivínstunnunni, en yfir 40
f) Árbœkur XI. deild bls. 128.