Blanda - 01.01.1918, Page 204
198
%
voru á henni áður en eg fór“, og þetta sannaði Óshild-
ur með honnm.
Einn dag áttu þau tal saman Grímur og tengda-
móðir hans. Grímur segir þá: „Eg er að fala nokkuð
af raanninum yðar, en hann er að vísa til yðar“. Jar-
þrúður sagði: „Eg má ekki standa við; þú verður að
tala um það við mig seinna“. „Má eg þá koma heim
með yður?“ sagði hann. „Svo gengum við bæði heim
og segir hann þá: Eg var að fala norska húsið af
manninum vðar fyrir 300 rikisdali, og betala þá út í
hönd. Maðurinn yðar sagði: það væri gjört af sér, eí
þér vilduð gefa yðar samþykki til þess. Þá segi eg:
Betalaðu íyrst það sem þú ert okkur skuldugur, svo
selur hann þér húsið. Þá sagði Grímur: Er það með
því arna mótinu? Það væri betra, að dæturnar yðar
væru komnar út úr helvitis meri, en úr yður. Þú átt
þín orð sjálfur drengur minn, sagði eg“.
Þrúður hafði fljótlega eptir prófin í ágúst stokkið
upp í Borgarfjörð, til föður síns, en nú var sent eptir
henni, og hún strax sett í varðhald þegar hún kom
suður. Þó hún væri barnung var hún samt mjög erfið,
Eptir margar vifilengjur meðgekk hún þó eldpottinn
og urðu þau Grímur á endanum nokkurn veginn sam-
mála um öll aðalatriðin, er hann snerti, en Þrúður
hélt því altaf fram, að Grímur hefði átt upptökin að
því, sem vafalaust er alveg rétt. Hinsvegar meðgekk
hún aldrei alveg, að það hefði verið hennar fóstur,
sem var látið heita að hafa komið frá Þórunni, en það
var fullkomlega sannað á annan hátt.
Þegar þessum prófum var lokið var Grimur sett-
ur i járn, en samt fékk hann iðuglega tækifæri til að
tala við konu sina á næturþeli við gluggann í tugt-
húsinu, og fékk þá hjá henni tóbak og brennivín, Hka
fékk hann bæði bréf frá henni og skrifaði henni aptur.
Sýnir það, að eptirlitið hefur ekki verið ýkja strangt,