Blanda - 01.01.1918, Page 205
199
þó um jafn stórfeldan glæpamann væri að ræða. í>ór-
unn var ekki í tugthúsinu, heldur var hún í nokkurs-
konar gæzlu hjá Hákoni ríka Oddssyni, þess er fyrst-
ur bygði Hákonarbæ í Grjótaþorpi, og konu hans
Kristínu Einarsdóttur, systur ísleifs assessors. En Þrúð-
ur var í haldi í tugthúsinu.
Þann 1. desember 1803 skipaði Loðvík amtmað-
ur Erichsen sakamálshöfðun gegn þeim Grími, og skip-
aði Jónas sýslumann Scheving á Leirá sem sækjanda
réttvisinnar vegna, og Pál Jónsson klausturhaldara á
Elliðavatni sem verjanda. Amtmaður var svarinn óvin-
ur allrar Stephensensættarinnar, en Ólafur stiptamtmað-
ur hafði verið verndari og aðalstyrktarmaður Gríms,
og var því viðbúið, að honum mundi falla illa, að
skjólstæðingur hans reyndist annar eins glæpamaður.
Hann var og þá sjálfur kominn undir ákæru. Er því ekki
ólíklegt, að það hafi verið af hrekkjum fyrir amtmanni
að skipa Scheving sem sækjanda og ákœranda. Nokkuð
er það, að Scheving neitaði að gegna þessu starfi.
Amtmaður skipaði honum það á ný, en hann neitaði
aptur, og kvaðst þá amtmaður mundi kæra það fyrir
konungi. Skipaði hann þá Pál sem sækjanda, þótt
liann væri ólögfróður maður, og má geta þess, að
hann leysti það starf prýðilega af hendi, en studiosus
Sigurður Thorgrímsen (síðar landfógeti) var skipaður
verjandi. Málið var tekið fyrir 20. febrúar 1804, og
haldið sleitulaust áfram, þangað til dómur var kveðinn 'V
upp i því.
Þegar Grimur í þetta sinn mætti, neitaði hann
öllu, og kvaðst hafa verið galinn þann tima, er hann
var til yfirheyrslu, og ekkert muna nú, hvað hann
hefði sagt þá. Urðu miklar vitnaleiðslur um það, hvort
nokkur hæfa gæti verið í þvi, en öll vitni, sem þá
höfðu séð hann, höfðu ekki orðið vör við neitt, er
gæti bent í þá átt, og lögregluþjónarnir, sera sóttu