Blanda - 01.01.1918, Page 210
204
Höfnum og á Auðólfsstöðum, föður Ólafs, föður Arnljóts
prests. Var Björn fæddur 1748, og bjó að vísu í Höfnum
1784 og 1785, og þar var Ólafur sonur hans fæddur 1785.
Mun Guðmundur Skagakongur, faðir Björns, þá liafa ver-
ið dáinn fyrir skömmu, Margrét var móðir Jóns hrepp-
stjóra, og var hún fædd 1762 (d. 1. Ág. 1804), en meðal
systkina Jóns var Valgerður síðari kona síra Björns i Ból-
staðarhlíð (d. 1825) og Klemens i Bólstaðarhiið, sem fæddur
var 1795 og andaðist 88 ára gamall i Maí 18831 2). Klemens
Jónsson, faðir Jóns hreppstjóra, var fæddur 1763 og and-
aðist 26. Marts 1839-).
Jón Klemenson gat þvi hafa haft, eptir því sem nú
hefir verið sýnt, góðar heimildir til skýrslu sinnar allar
götur ofan frá öndverðri 18. öld frá Guðmundi afa sinum,
sem orðinn er fulltiða maður á Skaga 1748, og varla fædd-
ur siðar en um 1720.
Frá trumriti því að skrá þessari, sem hér er fylgt, er
nákvæmlega skýrt hér aptan við skrána.
1) Er hann þá sagður á „100.“ ári í Almanaki E>jóð-
vinafélagsins.
2) Á vist með Klemensi í Höfnum var um hrið Hregg-
viður skáld Eiriksson, sein ort hefir meðal annars þessa
alkunnu visu:
Löðrið dikar land upp á,
lýra kvikar stofan,
atdan þykir heldur há,
hún ris mikið skerjum á.
Gæti hún verið kveðin um brimið fyrir Skaga, Hreggvið-
ur bjó siðan leingi á Kaldrana og síðast í Hafnabúðum, og
þar lézt hann 8. Febr. 1830, en fæddur var hunn 1767.