Blanda - 01.01.1918, Page 231
225
opnað (sig) undir húsunum síðan Katla liljóp, hvar
við þekjan hefir um miðjuna sigið niður". Gamla
búrið og skálinn gamli, sem úttektin 2. Júní 1823 get-
ur um, „segir Árni, að hafi eyðilagzt í Kötluhlaupi11.
„Hvað þak og veggi húsanna snertir, þá sýnist ó-
mögulegt þeim hór við að halda, bæði utan og inn-
aD, vegna sands, sem lætur veggina hrynja niður hvað
eptir og hlaðnir eru, að því til lögðu, að grundvöllur
húsanna svíkur, þá minst varir, vegna gata, sem opna
sig undir þeim, þá minst varir, og skekja þeim á ýms-
ar kliðar. Húsanna veggir eru allir sokknir í sand að
utanverðu og langt upp á þekjuruar, sem alstaðar að
fýkur í kverjum gustandi viudblæ. Nú þár sandbýii
þossu fylgir hvorki torfrista nó stunga, og ómögulegt
að flytja það hór að, vegna vegaleingdar, frá öðrum
jörðum, svo sýuist ógerlegt að leggja ofan á þak og
veggi húsanna. Aðgætandi er, að Árni hefir bygt tvo
íorskála, nauðsynlega til umgaungu um þessi í sand-
inn aunars niðursokknu leiguhús, hverja forskála, Árni
nú leggur fyrir þann vantandi leigubæ11.
I úttekt Bólkrauna 9. Ágúst 1828 segir meðal ann-
ars svo: „Þessa (jörð) hafði feÍDgið bygða vorið 1827
Árni Árnason frá Heiði í Mýrdal, en neyddist til sama
vorið þaðaD að flýja vegna þess, hann gat eigi haldið
þar ólandvönum gripum jifandi eptir, þó við það (hefði)
■3 vikna tilraun, hvar fyrir þetta sandhreysi hefur al-
gerlega staðið í eyði þetta afliðna ár“. Þá var alt
kafið í sandi, og álíta úttektarmenn „10 manna verk
1 3 daga“ að grafa húsaviðina upp úr sandinum,
nbvar til þó útheimtist logn og gott veður“.
Blanda I
15