Blanda - 01.01.1918, Page 233
227
til dala, upp aí hverjum gauga hagbeitarlönd og grös-
ugir hálsar, heiðinni hærri. Þar standa bændakirkjur
einar V, sem heita: Sólheimar, Dyrhólar, Stóri-dalur,
Reynir og Höfðabrekka. Prestajarðir tvær, Götur og
Heiði. Piskiver við Dyrhólaey, og þingstöð þar ná-
lægt, er Loptshellir1) kallast. Liggur sveitin að lands-
lagi í þriðjungaskiptum; hinn vestasti með þurum
marklöndum, að Geitafelli. Miðið alt undir Reynisfjall,
mýrótt, en austast stendur þéttur íjallaklasi, alt á
Höfðabrekkuijall.
Undan efstu bygð er til sjóar ei leingra en fjórð-
ungur þinmannaleiðar.
Úr Pétursey fer þú leiðar þinnar austur yfir Steig-
arháls, svo um dallægar mýrar upp á Pali2), og síðan
austur í áfangastaðinn Núpa. Þar er ofauvert beitimýr,
og lokin hin fyrsta þingmannaleið. Er pér þá og
Mýrdalur horfinn.
Ofan af gnúpum þeim, er verða norðast á Höfða-
brekkufjalli, má sjá til Arfjalls á Síðu austur. Tekur
við neðan Griúpa Mýrdalssandur3). Liggur leiðin beint
f austur um sandinn4) snertu nokkra frá Mýrdalsjökli»
sem nær austur að Tungufjöllunum. Sandurinn er enn
nú jökum lagður síðan Anno 1721, að hiun samfeldi
jökull hljóp í sjó út, en víðast nú, þar leiðir liggja,
er hann sandorpinn. Kemur skamt austan Núpa Múla-
kvisl fram úr jöklinum; þá fjallkorn einstakt, sem
heitir Hafur(s)ey, átján manna safn á haustdegi. Liggur
til suðurs frá Hafur(s)ey Hjörleifshöfði. Þar er nú
eyðiból síðan hlaupið. Úr Hafur(s)ey ræður leið í á-
fangastaðinn Loðinsvíkur.5) Það er grösum gróinn
~~1) Sto.
2) Fall er fyrir ofan Galnabrún.
3) sem þá er þér til vinstri handar, útstrykað.
4) Hér cr krabb milli lína, sera ekki verður lesið til hlítar.
5) íyrst ritað svo, en síðan breyLt í „síkur“, eptir framburði.
15*