Blanda - 01.01.1918, Page 236
230
ísleifur var þ& ekkjumaður, er hann kvæntist Sigriði, og
23 árum eldri en hún (f. 1765). Hún var fædd 10. Sept.
1788, og því réttra 16 ára, er hún giptist. Hún dó 1860,
en ísleifur 1836. Hún hefir vafalaust þá þótt einn hinn
hezti kvenkostur sunnanlands, því síra Gísli faðir hennar
var slórrikur maður Þau Isleifur eignuðust tvií börn, síra
Gísla í Kálfholti, föður síra ísleifs í Arnarbæli (ý 1892)
og Sigrfðar konu síra Stepháns Stephensen, síðast á Mos-
í'elli í Grímsnesi og Jórunni fyrri konu Páls Melsted.
Áttu þau fjöldn barna, sem flest dóu ung. Nú er einungis
á Iífi af þeim frú Anna Stephensen á Akureyri.
Kemur liér svo bréfið með fáeinum skýringum:
Þeir fornemste Bryllupsgæster þar voru: Biskup-
inn1 2 3) assessor Grðndal, stiptpróíasturinn*), sem gjörði
hjónavígsluna (i hverri einginn texti, eður annað i biblí-
unni var citerað, heldur góð siðalærdómsræða um vin-
skap og reglur til að viðhalda honum). Sýslum. Vig-
fús með konu sinni og öllum þeirra dætrum') sýslum.
Sig Pótursson, hjónin á Kálfatjörn4) og Móeiðar-
1) Herra Geir Vidalin.
2) Síra Markús Magnússon í Görðum.
3) Vigfús sýslumaður Thorarensen á Hlíðarenda, föður-
bróðir brúðurinnar. Kona hans var Steinunn dóttir Bjarna
landlæknis Pálssonar. Dæturnar voru : Ragnheiður kona
síra Gisla Gíslaoonar í Vesturhópshólum, amma síra Skúla
prests í Odda Skúlasonar, Rannveig amma Þorvarðar
prentsmiðjusljóra Þorvarðssonar. Kristin amma þeirra
Geirs vígslubiskups Sæmundssonar, Guðmundar læknis i
Stykkishólmi og Jóns Iandsbókavarðar Jacobson, og Guð-
rún er átti Sigurð frænda sinn Thorarensen, hróður brúð-
arinnar.
4) Hjónin á Kálfatjörn voru síra Guðmundur Magnús-
son og kona hans Ingibjörg Brynjólfsdótlir sýslumanns í
Hjálmholti Hún var bæði skyld madame Jórunni, konu síra
Gísla og auk þess forn mágkona hennar,því Jórunn hafði fyr
átt bróður Ingibjargar, Einar Brynjólfsson á Barkarstöðum.