Blanda - 01.01.1918, Side 251
245
hverjar ætíð fara versnandi af sandfoki, grjótskriðum
og jarðhlaupum úr fjöllunum, grafskurðum, vatnayfir-
gangi og blástri, að ei kann trúast, nema fyrir sjónir
kæmi, hvað því síður af vorum húsbændum aðgætt er
oss til iinunar upp á jarðanna landskuldargjald, sem*
þeir á þessum vetri hafa forhækkað það enn á ný, og
á sumum jörðunum fram yfir það, sem frá elztu tíð
verið hafi, eður að öðrum kosti látið oss vita að vikja
frá vorum ábýlurn í næstu fardögum, hvað þeir segj-
ast leggja á þess norska Cammers befaling, sem það
eptir laudfógetans Skúia Magnússonar undirlagi uppá-
boðið hafi, er greindur landiógeti skyldi bygt hafa á
hans gerðri umreið hér hjá oss sumarið 1769, þá hann
reisti til Djúpavogskaupstaðar, hvað vór tókum fyrir
tómt forvitnisgaman hans, því vér þektum það ei vera
nokkurt besigtelsis form, þótt hann besækti oss og
fyrirspyrði sig um kvikfénað vorn, en reið á ekkert
landpláss, né rannsakaði jarðanna ásigkomulag, kom
þvf ekki á allar jarðir, en þó eingu að síður skrifaði
um .þær, hvað hann ekkert vissi, tók ei heldur alltíð
orð vor trúanleg, hvað vér sögðum þar um, er vér
vissum oss satt segja. Hann setti á hey 2 gripi, sem
varla var fyrir einn, þá hann leit á vora heygarða,
eins þótt vér hefðum það annarsstaðar aðkeypt; hefir
svo eptir eigin hugþótta uppáfundið, hvað hver ein
jörð bera kynni til fóðurs og liaga, svo vel þar sem
aldrei kom, hvar á grundað má vera þetta nýja jarð-
anna eptirgjald, hvað fádæmi má heita, eins og landið
fari i forbetrun, en er þó aitíð meir og meir af sér að
ganga eptir áðursögðu, framar hór en annarsstaðar um
landið, af iðuiegri yfirsveiman Kötlugjáarhlaupa, sem
þessum sýsluparti því nær foreytt hafa. Nú ef vér
fáum oss ei befríaða frá þessum óbillega skuldaþunga,
sjáum vér ei annað fyrir, en vér með konum og börn-
um megum í vesöld og volæði út af deyja, þvi þó vér