Blanda - 01.01.1918, Síða 252
246
að liðnum 2 ára tíma Iiöfum látið vora gripi, sem nú
eigum, í þessar skuldir, orðnir öreigar, hljótum vér að
fara á vonarvöl, þar hvergi er sér hæli að finna. Alt
svo erum vér ráðalausir, nema að flýja á guðs og
kongsins Dáðir, sem vér meinum af þessu ekkert viti.
En vér vitum, að hans föðurleg náð og hjartalag til
þessa lands innbyggjara vill ei láta svo með oss höndla,
sem honum svo margt ár höfum í frómleika skatt og
skyldur goldið sem hlýðugir þegnar, búið á hans góssi
og vorir forfeður, ræktað það eptir megni og goldið
hvað oss hefir tilsagt verið. Nú þekkjum vér yðar
herradóm fyrir vort æðsta yfirvald hér á landí, oss til
verndar af vorum náðuga kongi tilsett, hvers vegna
vér í djúpustu undirgefni innflýjum fyrir yðar háeðia
herradóm, auðmjúklega biðjandi, þér meðaumkunar-
samlega vilduð álíta þetta vort bága ástand, sem bú-
um á kongsins jörðum, og með einhverju móti tilsjá,
þessi nýi þungi mætti af oss aptur léttast, eður að
vér mættum fá lögformlega álitnar vorar ábýlisjarðir,
annaðhvort af lögmanni vorum eður öðrum fornuftigum
manni, með tilkvöddum skýrum mönnum, sem sann-
leika eptirsæi hór í, og grandgæfilega rannsakaði land-
fógetans höndlan við oss, jarðirnar löglega besigtað,
og víst gjald upp á þær sett, eptir þeirra mati og
ásigkomulagi, hvað vór meinum útgefinna landslaga
boðorð, en ei yfirfalla oss þannig. Vér neitum eingu
réttvísu, en afbiðjum hitt, og skjótum oss undir vors
náguga kotigs föðurlega úrskurð hér i, fáum vér ei
það begærða besigtigelse eður aðra vægð og liuun
þessa ofurþunga gjalds, hvers vér væntum, og 3töðug-
lega oss upp á reiðum yðar herradóms náð og með-
aumkvunarsama hjálp hór útí. En svo sem vér erum
fávísir og fákunnandi, og vitum ei hvað vítt hr. stipt-
amtmanninn kann þetta að snerta, biðjum vér auð-
mjúklega, yðar herradómur vildi fyrir oss við hann út-