Blanda - 01.01.1918, Page 262
Ur sögu skóganna.
Hinn 2. Sept. 1816 ritar Þorkell hreppstjóri Jónsson A
Herjólfsstóðum kœru til Jóns sýslumauns Guðmundssonar
i Vik, sem þá yar umboðsmaður Þykkyabœjarklaustursjarða,
og til Fáls klausturlialdara Jónssonar á Elliðavatni, um-
boðsmanns Kirkjubæjarklausturs og Flögujarða, yfirgegnd-
arlausu skógarhöggi og kolabrenslu, einkum utansveitar-
og utansýslu-manna, i Skaptártunguskógum, svo og yfir
skemmilegri og hraklegri umgeingni þeirra um skógana,
svo að til stórspjalla og aleyðingar horfi. Páll klaustur-
haldari er þá á ferð eystra, og er þá staddur í Ásum i
Skaptártungu hjá sira Páli sonarsyni sinum, er honuni
barst þessi kæra, og ritar hann Jóni sýslumanni þaðan 4.
September um þetta mál. Leggur hann það til, að menn
geymi viðinn tvo þriðjunga árs frá þvi að hann er upp-
höggvinn og þanguð til að gert verði til kola úr honuro,
„hvar við viðurinn verður svo miklu drjúgari lil kolagjörð-
ar“. Jafnframt leggur hann til, að hverjum bónda sé ekki
ætlað meira en 6—8 hestar af viði Arlega. nema litlu frek-
ara á harðlendisjörðum, sjálfsagt af þvi, að þær eru l]á-
fcekari.
Jón sýslumaður tók þetta mál fyrst til meðferðar vorið
eptir, og gaf þá, 23. Apríl 1817, sem umboðsmaður Dykkva-
bæjarklaustursjarða og i umboði Páls klausturhaldara, for-
ráðamanns Flögujarða, út strangt „instrux11, upp A v»nt-
anlegt samþykki amtsins, fyrir bændurna á Skógarjörðun-
um i Skuptártungu, og jók það „instrux“ ennframar 28.
s. m. Og 24, s. m. gerði hann með bréfi ráðstafanir til