Blanda - 01.01.1918, Blaðsíða 265
259
2° skulu þeir, uuáir sins ábúðarréttar töpun, eing-
um leyfa neina kolagerð héðan í frá, en tafarlaust til-
kynna mór, ef nokkur aðkomandi á laun skyldi vinna
þar til kola eður höggva við, svo sami geti tiltalast,
og missi þar að auki allan aðgang til skógarbrúkunar
i Skaptártungu eptirleiðis; en séu þeir ekki mannsterk-
ir til að taka það unna frá honum, skulu þeir, ef hann
er að vestan, elta hann hingað í Mýrdal að vörmu
spori, svo arrest verði strax framkvæmt, hvar fyrir
þeir mega vænta sér fullra ómakslauna.
3° þeim einum, sem þeir áður hafa leyft kolagerð,
mega þeir nú í vor (eður inn tll frekari og strangari
ákvarðanir fyrir leggjast) leyfa að höggva (á einn veg
fyrir neðan grasrót) við undir sinni tilsjón, útvelja þar
til þann kræklóttasta, eizta og fjarlægasta, og Játa
strax burt flytja sama ólimað úr skóginum, þó eingum
eptirláta meira en hæst á 3 hesta af 10 fjórðunga
böggum, og ekki optar en einu sinni á ári, nefnilega
á vorin í þá næstu 7 daga eptir Hallvarðsmessu, þann
15. Maii, því það svoleiðis heimflutta hris geta við-
komendur sjálfir, til stærstu drýginda, þurkað og
geymt fram yfir ferðir, sorterað það og sviðið í tvennu
lagi eptir ferðir, einungis til nauðsynlegustu ljádeing-
ingar. En þá, sem í einhverju óhlýðnast þeirra for-
skriptum, skulu þeir útiloka frá skógarbrúkun eptir-
leiðis, og tilkynna mér það tilfallna, svo sami maður
eða (ef hann er vinnumaður) hans húsbóndi ei heldur
framar fái skóg hér annarsstaðar. Þó mega skógar-
bsendur í uppá fallandi óveðrum eður ófærð (vatna)
leyfa þeim, sem þar leigja skóg, að flytja það höggna
élimað heim til sín undir túngarðinn á tiltekinn stað,
lima þar, kurla og setja í borg, og taka að sér að
svíða það fyrir þá í ferðalok, svo eigendurnir geti
viðstöðulaust sótt ko'in í sláttabyrjun.
4° Allan þann við, er skógarbændur upp brjóta (svo