Blanda - 01.01.1918, Page 277
271
rjóðurhöggvinn og upprættur verið að öllu leyti, stofn-
ar standa viða hvar eptir berir fyrir ofan grasrót, en
limskeíli og ókvistaður viður í samhræringi um alla torf-
una, brandar, kol og aska samblandað við moldina
kringum illa byrgðar grafir. Alt þetta víðlenda sið-
astnefnda pláz álízt að geta mist árlega hrís að 3kað-
lausu á 8 hesta.
3. Hvítholt; skógarpláz þetta blasir mót austri, ligg-
ur áfast við að framanverðu Hrútadali, vestanmegin
Hrútár; þar hefir að vísu skógur höggvinn verið, þó
ekki næstliðið ár. Hann er að sönnu nokkuð gisinn,
en nokkurn veginn stór, en alt um kring farinn að
kala af fónaðarbiti á þessu ári. Þolir að missa árlega
hrís á 6 hesta.
4. Hrútadalir fremri, vestanmegin Hrútár, sem ná
norður undir Péturshól; þar hefir skógur í fyrra vor
og fyrri áður höggvinn verið, svo að lítið stendur ept-
ir annað en strjál og gisin nýgræða, en mikið er hér
af grá- og gulavið, sem mest allur er farinn að kala
að ofan. Af fullvöxnum birkivið má þetta pláz missa
hrís árlega á 6 hesta.
5 Péturshóll þar norður af; í honum h6fír á næst
liðnu vori skógur unninn verið, og að mestu gjöreydd-
ur, allur rjóðurfeldur með umveltri og umsnúinni gras-
rót, en limið hingað og þangað í flekkjum. í þessu
plázi er skógur ekki missanlegur fyrir núverandi tíð.
6- Hrútadalir nyröri, áfastir við hina fremri að norð-
an austanmegin Hrútár. JÞeir eru af skógi svo upp-
unnir og öreyddir, að víðast hvar sjást þar varla
fflerki til, að skógur hafi til verið, önnur en þau, að
limið er eptir í smáköstum víða um plázið. I>að
litið af skógi, sem eptir stendur, er mest fornviði, sem
vegna plázins víðlendu þola að missa að skaðlausu
^rlega hrís á 4 hesta.
7. Hrútadálir nyrÖri vestanmegin Hrútár. í>ar hefir