Blanda - 01.01.1918, Page 279
273
sem hið áðurnefnda. Getur miat að skaðlausu árlega
hrls á 2 hesta.
5. Dumbsgil liggur nálægt til suðurs frá Dumbs-
stiklum austan undir Koltungnafjalli. Það hefir verið
skógi vaxið beggja megin f vissum torfum, af hverjum
þó sumar eru fyrir nærverandi tíð af skógi öreyddar.
Það, sem eptir stendur, er nýviði, og má ekki höggv-
ast að svo komnu.
6. SauÖtúnaháls. Hann er til útnorðurs frá, en lítið
burt út frá, bænum Flögu. Þar hefir skógur höggv-
inn verið á næstliðnum árum. Eptir stendur einungis
gisnir og strjálir runnar, sem árlega þola að missa á
2 hesta.
7. Dalur rétt til vesturs undan bænum, nokkuð víð-
lent skógarpláz, strjált og gisið, mikið skógarlítið.
Dar hefir þó skógur tekinn verið að undauförnu. Það,
sem eptir stendur, er mest nýgræða og í vexti.
Gietur þó mist árlega að skaðlausu á 5 hesta.
8. Stóripottur liggur til útsuðurs undan þessum dal.
Þar Hefir mikill skógur unninn verið, en þó reglulag-
ið að öðru leyti um hann geingið. f>að, sem eptir
atendur, er bæði hálf- og fullvaxinn skógur, og lítið af
nýviði. Þolir að missa árlega á 6 hesta.
3. Litlipottur rétt við landsuður undan hinum.
l*ar hefir skógur á næstliðnum árum svo höggvinn
verið, að ekki stendur eptir, nema lítill strjálingur af
nýgræðu, og má þvi ekkert missa á næstu árum.
10. Skögunes austur af Litlapotti. Liggur móti austri,
Irá Eauskalæk að sunnan, að Brunná að norðan; er
sumstaðar skógi vaxið, mest fornviði, því þar hefir
ekki skógur unninn verið á nálægri tíð. Getur mist
skaðlausu árlega á 3 hesta.
H. Skógartorfa rétt fyrir innan Brunná, austan á
m<-,tb skamt fyrir sunnan bæinn. Þar hefir skógur
kuggvinn verið á næstliðnum árum, og er eptir mest
BUnda I 18