Blanda - 01.01.1918, Page 282
276
eigkomulagi, bæði að þéttleika og vexti. Getur mist
árlega 6 hesta.
11. Frá Steingili alt ÍDn að Merkurgili stór og víð-
lend skógartorfa. í henni hefir ekki skógur nýlega
uuninn verið, svo talsvert sé. Efri partur er með
sæmilega þéttum og fullvöxnum við. Hinn neðri
partur er með strjálum runnum, en þó fullþroskuðum.
Getur mist árlega að akaðlausu hrís á 8 hesta.
12. Mörk frá Merkurgili að sunnan og inn til Selár
að norðan, vestanmegin inn með Tungufljótinu, mikið
víðlent pláz, víða skógi vaxið, með strjálum runnum
hér og hvar, mest fullvaxinn viður. í>ó er innan til
á henni nokkur partur, sem mest er nýgræða. Þar
hefir skógur ekki nýlega töluvert höggvinn verið. Pláz-
ið getur mist árlega hris á 10 hesta.
13. Steinkápubotnar. Það pláz liggur móti austri,
en rétt vestur undan Mörkinni, mikið nokkuð vfðlent
skógarpláz. Þar hefir skógur á næstliðnum árura höggv-
inn verið og víða rjóðurfeldur, svo að sumar torfur
eru af skógi eyðilagðar, en holt og lágar víða með
stórsköllum, svo hér og hvar einungis berir stofuar standa
eptir fyrir ofan grasrót, en grafir óbyrgðar. Það. sem
eptir stendur, er strjált af fomviði og nýgræðu. Þetta
pláz getur að skaðlausu mist árlega hrís á 8 hesta.
14. Skógargilsbotnar rétt við hina, lítið til vesturs-
útsuðurs, en rétt að öllu 1 sama ásigkomulagi, og geta
mist árlega hrís á 5 hesta.
15. Undir Fálkabólskömrum frá Selá fremri inn að
Selá nyrðri inn með Tungufljótinu. Þetta vist nokkuð
víðlenda pláz hefir alt verið skógi vaxið. Hór hefir
skógur mikill á næstliðnum árum tekinn verið. Sum-
staðar er skógurinn rifinn upp með rótum, en sum-
staðar höggvinn fyrir ofan grasrót, en grafir flestar ó-
byrgðar. Það litla, sem enn eptir stendur, er mest