Blanda - 01.01.1918, Page 294
288
Snemma vandist eg við að gera nokkuð og var álit-
inn ólatur, þó eg væri lítill og minstur allra bræðra
minna. En guð gaí mér lempni og íyrirhyggju að
laga mig og þá og hjálpa þeim til lands og sjávar-
vinnu, og hjálpaði mest þar til, að altaí var hezta
eining á millum okkar, og áleit eg það stóra guðs gjöf,
þá faðir okkar gat opt ei úr rúminu farið eptir firatugs
aldur til að sjá um vinnu eða vera fyrir henni, því
hann þvingaðist af hrjóstveiki, svo eg varð að stýra
og stjórna ómagahópnum. Á minu 8. aldursári lét
faðir minn mig fyrst róa á sjó með sér, og tók eptir
mig fullan hlut; þó eg væri léttur á árinni var eg sagð-
ur fiskinn vel, og man eg það, að mér gekk ei vel að
draga stóru fiskana; allir á skipinu voru fúsir á að
hjálpa mér til þess, og festi eg opt á meðan aungla
þeirra í fiskum. Sjórinn og vanaleg verb á honum
voru mér snemma geðteld og áttu vel við mig. Þá
eg var á 13. aldursári 1779 skipaði faðir minn mér
fyrst að ráða fyrir öllu á skipi_ og var orsökin þar
til, að faðir minn var kallaður sjósóknarmaður og
hafði ei geðþokka á að vera í landi, þá sjórinn var
róðrarfær, þá nokkurs bjargræðis var af honum að
vænta. Hann hafði verið mestan sinn aldur hrepp-
stjóri í Yindhælishrepp, og voru hreppaskil vanalega
haldin á laugardag seinasta í sumri. En hann áleit
sjóveður mundi verða á laugfardaginnj seinasta í sumri
1779, og skipaði mér þá að róa og vera fyrir á skip-
inu, sem eg strax gerði. En þennan dag var upp-
gangsveður á norðaustan, svo að brast á stormur og
kafald með fullbirtu, þá við vorum nýkomnir á fiski-
mið, og höfðum dregið 3 f hlut af fiski og væna flyðru.
Eór eg þá þar eptir að halda til lands og náðum því
lukkulega um nónhil. En þá faðir minn sá uppgangs-
veðrið, lagðist hann upp i rúm og breiddi upp fyrir
höfuð, og reis ei á fætur fyr en vissi mig að landi