Blanda - 01.01.1918, Page 295
I
289
kominn, og gerði hann þann dag þar eptir ánægður
sin hreppstjóraverk. Eptir þenna dag lét faðir nainn
mig öllu ráða á skipi, þá róið var, og það eins þó
hann væri sjálfur með. Guð gaf mér góða heppni í
sjóverkum, svo eg fiskaði öðrum nálægt mér betur,
þorskfisk, heilafgjfiski og hákalla. Eg vandaði mig
með það að hafa góð skip og alt sterkt á þeim, og
lfka gagnlega háseta, einkum eptir það, að bræður
mínir fengu aldur, og sóttum við sjó mörgum betur.
Erá Vindhæli rerum við á svokallaðar Ejarðarbrúnir,
sem eru á miðjum Húnaflóa og frá Hafnabúðum á
Skaga; hver vertíð var haldin frá fardögum til sláttar
árlega, þá ei bannaði hafísar; sóttum við þar optlengra
en aðrir, og 3 mín seinustu ár þar á svo kallað Sporða-
grunn, sem er norðaustur af Eljótamanna leingstu há-
kallamiðum, og brást þar aldrei þorskfiskur og heila[g]-
fiski, er þangað varð komizt, og mitt seinasta róðrar-
vor á Skaga, fekk eg þar til hlutar rúm 400 af væn-
um fiski og 160 lima hlut af vænu heilajgjfiski. Orsök-
in til þess, að eg fann nefnt grunn fyrst, var sú, að
eg sá, að hollenzkar duggur héldu sig þar, og kom
ein þeirra vestur á okkar vanalegu fiskimið, sem eg
sá hjá stóran og mikinn fisk á dekkinu, en þeir sögð-
u8t hafa fengið þar okkur sfðar reyndist Sporðagrunn;
eu til að finna það leiðbeindi mér vísa frá gamalli
forntíð svo látandi:
Mið veit eg mörg:
Matklett á Björg;
Kirpingsfjall í Leynidali.
Kynjar ei þó Kaldbak kali,
komi þar einginn kolmúlugur úr kafi
kallast mun ördeyða á öllu norðurhafi1).
f) Sjó um þessa vísu o. fl. hér óður í þessu riti í skýrsl-
unni um Hafnabúðamið, bls. 202—210.
Blanda I.
19