Blanda - 01.01.1918, Page 296
290
Útskýring yfir yísuna:
Matklettur er í heiðinni upp undan Selveri, sem er
insti bær á Skaganum austan til. Björg eru Ketubjörg
og há þúfa á þeim þar þau eru hæst og þar yfir á
nefndi klettur að bera. Kirpingsfjall í Leynidali. Kirp-
ingsfjall kallast fjallbungan, sem er fyrir ofan bæinn
Tjörn, sem er insti af bæjum vestan til á Skaganum,
og kallast það öðru nafni Tjarnarfjall, og á það að
bera í Leynidali, sem svo kallast, og eru þeir upp
undir klettum norðan til, sem eru ofan á Spákonufelis-
borg. Kynjar ei þó Kaldbak kali. Kaldbak kallast
fjallbungan, sem er fyrir ofan bæina íítefasveit, Enni,
Kúskerpi, Síðu og Vatnahverfi, og á það að vaka að-
eins utan til við taglið á Spákonufellsborg. — Á þessu
miði fann eg 12 faðma djúp grynnst, en hefi þó heyrt,
að þar ætti að finnast 6 faðma djúp. Enginn hefi eg
heyrt, að róið hafi á þetta mið, siðan eg fór af Skaga,
og líkt er um Ejarðarbrúnirnar á Húnaflóa, og þykir
mér það furðanlegt.
Á mínum ungdómsárum lærði eg snemma að fara
með byssu og á mínu 9. aldursári náði eg fyrst v®B'
um sel, og þar eptir talsverðu af selum og álptunif
sem búinu varð styrkur að. Eins líka á mínum upp-
vaxtarárum og allan þann tíma, eg var á Vindhæli,
náði eg við skothús heima við bæinn og við sjóinn
240 tóum, og voru á þeirri tið skinn af þeim ígóðum
prís. Eg fékk þriðjung af verði þeirra, sem eg skipti
til jafnaðar millum mfn og þeirra af bræðrum minum,
sem komnir voru tíl vinnu og aldurs. Þá við lágum
margan dag og nokkrum sinnum næturnar með á sjón-
um í hákallalegum lagði eg mig eptir að læra fingra-
rim og að reikna, og kenna þetta þeim af bræðrum
mínum, sem vildu læra það; og varð Helgi og Magn-
ús vel skiljandi á hvorutveggja.
Eptir að föðurbróðir minn Bergmann var innkominn