Blanda - 01.01.1918, Page 297
291
til Eeykjavíkur og seztur þar niður við höndlun sfna,
skrifaði hann föður mínum til, og bauð honum að taka
einn sona hans, að venja hann við höndlunarverk hjá
sér, og nefndi hann mig helzt til þess. En faðir minn
vildi ei missa mig, og sendi hann Helga, sem síðar
varð faktor hjá honum. Þá eg fékk ei að fara til
föðurbróður míns, hét eg að skilja ei við foreldra mina
á meðan þau þættust þurfa minnar þjónustu og væru
við búskap, og þetta enti eg, og var eg seina3t einn
bræðra minna og Guðmundur, sem fatlaður var til
heilsu. Jón bróðir minn var 2 árum fyrri, nefnilega
1795, giptur og búandi á Árbakka, en Árni giptist
vorið 1797 og byrjaði búskap á Blálandi. Sumarið
1797, seint í Ágúst, burtkallaðist faðir minn sæll, og
stóð búið saman til vordaga 1798, að það þá alt var
selt á auction, og voru á því miklar skuldir, og var sú
stærsta til erfingja kaupmanns sáluga Jóhanns Frey-
w.. .dt 800 rd. Þessi skuld féll á föður minn í afleið-
ingurn móðuharðindanna, og voru allir fjármunir for-
eldra minna í pant fyrir skuldinni. Móðir mín vildi
ekki leingur vera við búskap, og kom eg henni fyrir
hjá Jóni bróður mínum á Árbakka með 2 ungum
stúlkubörnum, og var önnur þeirra systurdóttir mín,
sem nú er frú Guðrún Blöndahl 1 Hvammi1), en hin
var barn, sem foreldrar mínir höfðu tekið af hreppn-
um. Á Árbakka var móðir mín sæl, þangað til hún
burtkallaðist héðan frá lífi veturinn 1800.
Erá fardögum 1798 átti eg sjálfur með mig, og það
vor reri eg seinast á Hafnabúðum, og lagði það mesta
af afla mfnum með móður minni og litlu stúlkunum
1) Guðrún var fædd á Vindhæli 2. Okt. 1797, en 24.
Nóv. árið áður (1796) giptust foreldrar hennar: Þórður
Helgason frá Skrapatungu Bjarnasonar og Oddný Olafs-
dóttir, systir Björns. Oddný dó hjá dóttur sinni i Hvammi
í Vatnsdal 3. Des. 1839, sjötug að aldri.