Blanda - 01.01.1918, Page 298
292
að Árbakka. En þá sl&ttur byrjaði tók eg mig upp
og Guðmund bróður minn með mér, og flutti norður í
Eyjafjarðarkaupstað til mágs míns, kaupmanns Þórðar
Helgasonar, er þar bafði ári fyrri niðursezt sem höndl-
ari, og húinn að byggja þar hús, og var í fólagi með
justizráð Hartvig Erisch i Kaupmannahöfn. Mágur
minn tók mig strax sem assistent og sigldi eg til
Kaupmannahafnar með sláturskipi þá næsta haust í
Októbermánuði, og þjónaði við að selja islenzkar vör-
ur, sem heim komu á 2 skipum, og fóll mór það verk
vel, og komst eg fljótt í kunningsskap við margan
góðan mann, þar eg var búinn að komast nokkuð nið-
ur f málinu fyrr en eg fór frá Yindhæli. Og þar til
hafði eg mikið að gera hjá mínum principal justizráð
Erisch, sem var umboðsmaður fyrir Grænlands, Einn-
merkur og Færeyja höndlunum, upp á konglegan reikn-
ing, og mátti eg kalia, að hann væri mér góður og
trúfastur. Yorið 1799 fór eg til íslands, og haustið
þar eptir með sláturskipi til Kaupmannahafnar, og var
conferenzráð amtmaður Thorarensen með syni sínum
Yigfúsi og mágur minn með sama skipi, og áttum
við útivist harða og langa, vorum þrisvar sinnum inni
i Noregi og komum til Kaupmannahafnar fyrir sjálf
jólin. Á þessari ferð komst eg í góðan kunnÍDgsskap
við amtmanninn, þá eg á meðan reisan varaði þjónaði
honum talsvert og syni hans. Sumarið 1800 fórum
við allir á stóru skipi til íslands, sem hólt 145 lestir,
hafði verið ameríkanakt stríðsskip með tveimur dekk-
um, og hét Ceres, sem jústizráðið hafði keypt fyrir lit-
ið verð. Þessa sumars haust fór eg frá Eyjafirði á
sama skipi og vorum við 6 daga á leiðinni til Kaup-
mannahafnar, og hreptum sterk veður í henni; og í
því veðri var á orði, að farizt hefðu meir en 200 skip
f Norðursjónum og Kattegatinu. Og varð varla siglt
um sundið fyrir skipsskrokkum og skrani, og lofaði