Blanda - 01.01.1918, Page 300
294
án á Illhugastöðum, bóndi Jón í Fjósatungu1 2) og
Madame Björg á Hálsi®). Haustið 1801 var mín sein-
asta sigling til Kaupmannaliafnar, og gekk reisa sú
allsæmilega. Þann næsta vetur lærði eg stýrimnnns-
konstina, og eins Magnús bróðir minn, er þá var í
Kaupmannahöfn. Þá var mikill skortur a fólki til
skipa, eptir sem víða i Norðurálfuuni var búist við
stríðum, svo að bágt var að fá fólk til höndlunarskip-
anna. Justizráðið varð seinast að fá unglingsmann frá
Holstein til að færa sláturskipið til Islands, sem aldrei
hafði séð landið, en þá vantaði stýrimann, og gaf eg
mig til þess. En ei urðu reikningar okkar samróma
þá í norðurhöfin kom, og misvísningurinn fór að vaxa
á kompásinum, er við komum norður fyrir og austur
með landinu, en altaf var myrkursþoka, svo ei sást
land. Samt héldum við altaf áfram, þangað til mitt
bestikk var utan fyrir Eyjafirði, en þá var skipsherr-
ans utan fyrir Tindastól. Lofaði hann mér þá að ráða,
svo við héldum seint um kvöld að leita lands, og sá-
um fyrst Hrólfssker, sem er fyrir norðan Hrísey, aust-
ar en á miðjum firðinum. — Þá eg nú kom inn 1
kaupstaðinn litlu eptir sumarmál 1802, fór mágtir
minu að hafa á orði, að sér mundi gagnlegt og ráð-
legt að sigla það næsta haust með sláturskipinu til
Kaupmannahafnar. En eg og margir fleiri, er vel
þektu ástand lians álitum honum eins notagott að láta
mig fara. En hann réð af að fara sjálfur, og fóru þá
ann 2. október 3 höndlunarskip frá Eyjafirði. Vorinu
fyrir, nefnilega 1802, eptir að eg var innkominn, tók
eg á móti höndlun hjá mági mínum, og öllu, sem henni
1) I>. e. Jón Gunnlaugsson, síðar bóndi á Sörlastöðunn
auðugur maður.
2) Björg Halldórsdóttir Vídalín fyrri kona síra Sigurðar
Árnasonar á Hálsi i Fnjóskadal.