Blanda - 01.01.1918, Page 302
296
komandi amtmanni 400 rd. í peningum til að halda
vel áfram sauðakaupunum, svo nóg fengist í skipið.
Yorið 1803 átti höndlunarskipið fyrst að koma til
Eyjafjarðar um sumarmál, og var mágur minn þar á,
en fjörðurinn var þakinn með hafís, svo að skipið hélt
vestur fyrir inn á Skagaströnd, en strax þar á eptir
fyltist allur Húnaflói með grófan hafís, sem iá fastur
fyrir Norðurlandi fram í Septembermánuð. 4>á fór
skipið frá Skagaströnd, er það hatði talsvert höndlað,
til Eyjafjarðar, en mágur minn kom landveg, og likt
sem vakt [með honum, er var yfirfaktor Thygesen, er
setjast átti að á Eyjafirði, 2 menn danskir og íslen/.k-
ur fylgdarmaður. Daginn eptir að nefndir menn komu
til Eyjafjarðar var sent eptir málsfærslumanni til amt-
manns að vera fyrir jústizráð Frisch og til sýslumanns
að taka upp mál á móti mági minum, og á eptii að
taka alt út af mór, sem eg hafði móti tekið, höndlun-
inni og búi mágs míns viðkomandi. Og þá var mér
uppsagt faktorsþjónustu og kaupi eptir útgang febrúar
1804. Amtmaður setti Snorrasen1) til að sækja málið,
1) Sigurður Snorrason, síðar sýslumaður í Húnavatns-
sýslu, var þá ritari amtmanns. Hélt Jón sýslum. Jakobs-
son hið fyrsta réttarhald í máli þessu 16. ágúst 1803, þar
sem Þórður meðal annars játaði afdráttarlaust, að viður-
kenningin með nafni Björns Óisens vœrí fölsuð (sbr. Þing-
bók Eyiafjarðarsýslu). Samt sem áður er ekkert á það
minst, að Þórður sé settur í gœzluvarðhald, því að sýslu-
maður hefir eflaust eptir þetta réttarhald leitað úrskurðar
amtmanns um, hvort höfða skyldi sakamál gegn Þórði, og
þá hefir amtmaður skipað Sigurð sækjanda málsins. En
svo er að sjá sem Þórði hafi verið gefið svigrúm til að
komast úr klóm réttvísinnar, og allsennilegt, að amtmanni
hafi ekki komið flótti hans óvart, enda getur Björn þess
ekki, að nokkur tilraun hafi verið gerð til þess að elta
hann, sem þó segir í öðrum frásögnum um strok Þórðar,