Blanda - 01.01.1918, Page 303
297
og var fyrst byrjað á ástandi mágs míns, að sýna
hvað mikið hann var skuldugur til justizráð Prisch,
og að álíta þau bevís, mágur minn hafði íram lagt
móti skuldum sínum. Og álitust peningabevísin að
vera fölsk, sem hann þá fyrir réttinum meðgekk. Þar
eptir fór eg að afhenda frá mér það eg hafði móti
tekið, og fanst í harðara lagi að flestu gengið, sór-
deilis það sem búinu var viðkomandi. Allur rúmfatn-
aður og talsvert af vinnufatnaði systur minnar var
tekið. Þegar þessar forréttingar byrjuðust, neyddist
eg til að taka systur mína frá manni sínum, og flytja
hana um nótt fram að Möðrufelli til vinar mins (þá eg
á daginn varð að vera við höndlunina) og koma henni
þar fyrir hjá presti sira Jóni* 1). Þegar eg var búinn
að afhenda alt frá mér, var auction haldin á öllu bú-
inu og nokkru af höndlunarvörum. Þá fann eg mig í
stórum vanda með systur mína allslausa, dætur henn-
ar Guðrúnu og Júlíönu Soffíu2) á 5. og 3. ári, bróður
okkar Guðmund, sem akkorderaður var matvinnungur
hjá mági mínum, og Margréti systur mína, er líka var
akkorderuð sem þjónustustúlka; alt þetta bjargþrota
sbr. ineðal annars Sýslum. sefir I, 629, 640—641. En fra-
sögn Björns hlýlur að vera hin réttasta í öllum aðalatrið-
um, og samkvœmt henni hefir Björn gengizt mest í því að
koma Þórði undan, og það látið heita svo þar á Akureyri,
að hann ætlaði suður að leita peningahjálpar til að leysast
úr kröggunum, sem vitanlega var fýrirsláttur einn og
blckking, því að tyrir Þórð var ekki annað að gera en
strjúka til útlanda, Er iullyrt, að hann hafi síðar komið
hingað til lands sem skipherra á hollenzkri fiskiskútu, og
viljað fá Oddnýju konu sína með sér, en Björn bróðir
hennar ekki viljað sleppa henni.
1) Síra Jón lœrði í Möðrufelli, síðast prestur að Möðru-
vallaklaustri (ý 1846).
2) Hún átti (1822) Pétur Pétursson hreppstjóra í Mið-
hópi og börn.