Blanda - 01.01.1918, Page 304
298
út af húsi vísað undir vetur þann 29. September.
Nokkrir af mínum góðu kunningjum buðu mér húsa-
skjól og nokkurn styrk fyrir þessa aumingja til næstu
fardaga, hvar á meðal var amtmaður Thorarensen, er
bauðst til að taka Soffíu, og sagði hún væri fædd í
sínum húsum, og skyldi hún eiga aðhjúkrun með
sínum börnum; en örsökin að Soffia fæddist á Möðru-
völlum var sú, að mágur minn kom konu sinni þar
fyrir, þá hann sigldi 1799. Enn var eitt, er ei lagð-
ist léttast á mig, sem var það, að sjá mág minn hrak-
inn og hrjáðan allslausan og geta ei lið veitt honum
að komast undan manna höndum, en þetta var ei auð-
gert, þar öll skip voru sigld frá Norðurlandinu, nema
Eyjafjarðarskipin. Samt herti eg upp huga hans að
fara suður til Reykjavíkur til bræðra minna Helga og
Magnúsar og föðurbróður Bergmanns, og leita sérliðs
til þeirra. Að þessu styrktu með mér þeir höndlandi
i Eyjafjarðarkaupstað, og lögðum við saman að gefa
honum nokkuð til fararinnar, en hesta til hennar tók
hann af sínum hestum, og fór svo nóttina fyrir þann
dag auction var haldin á húsi hans. Ferðin gekk
lukkulega suður, og var eitt skip eptir ferðbúið í
Reykjavík, og fór hann þar með, og hleypti það hon-
um upp í Skáney, þá hann mátti ei koma til Kaup-
mannahafnar.
Eg fekk leyfi til að vera í höndlunarhúsunum til 1.
marz; þangað til varaði mitt faktorskaup, og tók eg
til min systur mína Madömu Helgasen, dóttur hennar
Soffíu og bróður minn Guðmund. Margrétu systur minni
kom eg fyrir hjá skipherra vetrarlangt að halda hus
fyrir hann, og tók hann af mér litlu Guðrúnu. Vel
komst eg út af minum höndlunarreikningum, sem eg
afhenti yfirfaktor Thygesen seint í febrúar 1804. Þá
framvísaði yfirfaktorinn mér skjal frá mínum principal
justizráð Erisch, hvar í hann skipar honum að antaka