Blanda - 01.01.1918, Page 305
299
mig, ef eg stæði mig vel í mínum höndlunarreikning-
um, að verða sinn faktor á Skagaströnd, þá þar lágu
óseldir næstum því tveir vöruíarmar. Eg hafði ásett
mér að sigla til Kaupmannahafnar, þá eg kláraðist frá
mínum höndlunarreikningum, en þá mér bauðst faktors-
þjónustan, þótti mér vissast að taka hana, svo yfir-
faktor Thygesen og eg tókum okkur upp 12. marz
1804 að fara til Skagastrandar, hann að afhenda mér
löglega húsin og vörurnar, en eg að taka á móti þessu,
og tók eg bróður minn Guðmund með mér að þjóna
að höndlunarverkum. Fyr en eg fór frá Eyjafirði kom
eg systur minni madömu Helgaaen fyrir hjá yfirfaktor
Thygesen með dóttur hennar Soffíu að halda hús fyrir
hann, og átti eg að gefa árlega með mæðgunum 50
rd. TJmtöluð meðgjöf minkaði nokkuð, þá yfirfaktorn-
um líkaði vel öll verk og spilan systur minnar. Hon-
um varð líka það á að koma einu sinni nógu nærri
henni1 2).' Hún var hjá honum til vordaga 1807, að eg
flutti mæðgurnar hingað að Þingeyrum, en yfirfaktor-
inn fór heim, þar justizráðið var búið að selja hér alla
sína höndlan. Eáum dögum fyrri en eg fór frá Eyja-
firði skrifaði amtmaður Thorarensen mér bréf, eptir
að heyrzt hafði, eg mundi fara fil Skagastrandar, og
foauð mér administration Þingeyraklausturs1). Þessu
tók eg á móti, en þó hálfnauðugur, þá hart var í ári,
Þingeyrar að öllu i mörg ár hraklega níddar, og á
orði var, að slæm hefði verið útreið margra þaðan,
síðan lögmaður Laurus Gottrup burtkallaðist. Höndl-
anin gekk mér eptir vonum á Skagaströnd, þá matur
var talsverður, en enginn matur hafði þar verið hjá
1) Þau Niels Thygesen og Oddný áttu barn saman, er
hét Jóhanna María, fœdd á Akureyri 18. Júní 1806, en
andaðist 16 Sept s. á.
2) Honum veitt Þingeyraklaustur 21, Apríl 1804, b. v,
milli sviga i hdr.