Blanda - 01.01.1918, Page 307
301
var kirkjan aumkvunarverðust, er ei var hættulaust
að ganga inn í hana. Nauðugur fiutti eg mig að Þing-
eyrum, og vildi heldur hafa flutt á aðra jörð, og helzt
að flötnum; eg þekti þar sjó og land. En að skipun
rentukammersins átti eg að flytja hingað, og get eg
ei annað sagt, en að mér hafi hór framar vonum liðið
vel, og víst er hér nú munur á kirkju, bæ og túni,1 2)
frá því sem það var þá eg hingað kom. Og marga
blessun guðs hefi eg hér fengið af landi og sjó. 6
sinnum hafa rekið hór marsvín.8) 1809 rak hór steypi-
reiðarkálf 26 álna millum skurða, rifið af mikið af
spiki, en alt reingi og meiri partur þvestis eptir. 27.
Sept.3) sama sumar rak hér væna andarnefju, á hverri
var rúmlega 100 vættir spiks. Yeturinn 1848 rak hér
vænan höfrung og fyrir nokkrum árum rak hér sfld,
er eg kaila marþvara.
Arið 1810 nálægt fardögum4 *) tók eg að mér hrepp-
stjórn hór í hrepp og þénaði þar við til vordaga 1838.
Vorið 1811 skipuðu viðkomandi amtmaður og sýslu-
maður mér að verða hreppstjóri i Þorkelshólshrepp, og
þjónaði 11 ár þar við. Eptir dauða sýslumanns Sig-
1) eins eingjar og beitiland, b. v. í afskr. 301.
2) Hér hefir afskr. 304 bætt við þessari klausu neðan-
máls, sem ekki getur stafað frá höt.: Það var eitt haust,
er Björn hafði hgt lýsistunnu til búslýsingar. Guðrún
kona hans var mjög örlát, gaf mörgum fátækum freklega
á lampann. En er fram um jól leið, var orðið lýsislaust.
Er þá sagt, að Björn vandaði um það heldur, og þóttist
gnógt hafa tillagt um haustið. En hún svaraði, að vist
mundi guð þeim eitthvað tilleggja, þó ódrjúgt yrði sér
þetta i höndum, enda rak þegar á norðanhrið um nóttina;
r&k 20 marsvin í henni á sandinn, svo nóg fékkst lýsið.
3) Ágúst, afskr. 304.
V 8. Maí b. v. neðanmáls i hdr„ og rétt á eptir 17.
Nóv., án þess að sjáist, við hvað sú dagsetning eigi.