Blanda - 01.01.1918, Side 308
302
urðar Snorrasonar 5. Apríl vorið 1813 skipaði við-
komandi amtmaður mér 12. apríl að taka að mér sýslu-
mannsverk hér í sýslu, þangað til sýslumaður kæmi,
og var á þeim tíma margt eríitt, sem orsakaðist af
striðstiðinni og afleiðingu af hruni bankóseðlanna1).
Við þetta þjónaði eg til vordaga 1815. Árið 1812
seldi minn góði kóngur mér IÞingeyrar með hjáleigum
Hnausum og Bjarnarstöðum. Árið 1817 skipuðu stipts-
yfirvöldin mér að byggja upp Þingeyrakirkju, er þá
hafði staðið yfir 120 ár, og það sór til þrautar, svo
að trjáviður, sem eptir var i henni, mátti kallast ónýt-
ur2), og hún skuldug nálægt 50 rd., þá henni hafði
ei goldist annað en ijóstollur og tíund af fáum jörð-
um. Kirkjunnar fyrsta bygging kostaði mig yfir 4000'
rd., er orsakaðist af þvi, að byggingin innféll í þeirri
tið, þá alt var hór, sem til hennar þurfti, upp á það
dýrasta, er sést þar á, að eitt borð kostaði 3—5 rd.
°g gluggarúður 1 rd. 4 mörk, þar eð þá var hvergi á
Norður- eða Suðarlandi gluggarúður að fá, nema hjá
glermeistaranum í Keykjavík, sem hafði fengið skorið
glas frá Englandi.
Sumarið 1843 i Júlímánuði kallaði góður guð til
sín mína sælu konu3), eptir að við höfðum saman
verið í hjónabandi 38 ár, og eignuðumst við 6 börn,
hvar af 3 dóu ung: Bjargir tvær, sem lifðu hjáokkur
12 daga og 6 tima hvor þeirra4), og efnilegur drengur,
1) íiglingaleysi, b. v. í afskr. 304.
2) Svo hafði það stórum skemt hana, að hún var tirnb-
urkirkja og torfveggir bygðir að henni 1787, svo allur
*njór og regn, er á hana kom og á henni þiðnaði fór mn
í hana, b. v. í afskr. 304.
3) Hún dó 14. Júli.
4) Björg eldri fædd 5. okt. 1807, dó 17. s, m., en Bjðrg
yngri fædd 6. april 1809 dó 18. s. m.