Blanda - 01.01.1918, Page 309
303
sem hét Guðni og dó úr barnamkinni á 8. ári1 2). 3
börn okkar lifa, sem eru: Stúdent Runólfur Magnús,
umboðsmaður kongs yfir Þingeyrarklaustri og alþing-
ismaður, fæddur 30. Des. 1810, — Guðrún, fædd 23.
maí 1806. ekkja eptir prest séra Jón Jónsson, sem var
á Barði í Fljótum, er nú hór bjá mér og hefur verið
sængurliggjandi sfðan í apríl 1848, — Anna Margrét,
fædd 22. febrúar 1814, er kona læknis Skaptasonar, og
búa þau í Hnausum. Runólfur Magnús sonur minn
flutti bingað að Þingeyrum frá Stóra-Núpi í Miðfjarð-
ardölum vorið 1841, og er bér búundi. Sama ár sagði
eg frá mér administration Þingeyrarklausturs, og þá
tók sonur minn hana.
Mitt*) fyrsta búskaparár bér á Þingeyrum fékk eg
aí túninu, sem er meira en 30 dagsláttur, milli 70 og
80 kapla af mikið smáu töðuheyi, sem ei varð heim-
flutt nema látið væri ofan á reipin pokar eða brekan.
Og þó grasár væri varla sem í meðalári af almenni-
lega ræktaðri jörð fanst mér nefnda töðufall bér vera
mikið aumingjalegt. Strax fór eg að brúka bór færi-
kvíar og lót þær á túnið, þá búið var að slá það, til
að mjólka i þeim og láta ærnar liggja í þeim á nótt-
unni fram á haust, til þess að það varð ei lengur fært
fyrir snjóum og frostum. Eins fór og með geldféð, þá
það kom af fjallinu. Þessum vana bólt eg hér mín 9
fyrstu búskaparár, og þá þóttist eg vera búinn að fá
1) Hér misminnir Björn um aldur þessa barns síns, því
að Guðni var fæddur 4. júní 1815 og andaðist 1. sept. 1820
á 6. aldursári. Var hann síðasta barn þeirra hjóna, og
bar nafn Guðna sýslumanns Sigurðssonar i Kirkjuvogi
(t 1780), móðurföður Guðrúnar á Þingeyrum. Margrét
Guðnadóttir móðir hennar dó hjá henni á Þingeyrum 19.
Júní 1821, 81 árs.
2) Hér hefst í afskr. 304 alllangur kafli, sem ekki er í
frumritinu.