Blanda - 01.01.1918, Page 310
304
góða rækt á túnið, og mest af því fengið rúma 600
hesta. Síðan haía ærnar verið á Þingeyraseli, þá ei
hafa bannað köíöld og snjóar. Nú er eptir að segja
frá, hvernig eg Jót fara með kvíastæðin. Þá búið var
að mjólka á kvíunum, lét eg hleypa þeim sem mest
í sundur, og jafnvel bæta grind í þær, svo þær yrðu
nógu viðar. Lét eg þær svo standa, ef ei voru rign-
ingar í 3 nætur. Þá lét eg og færa þær talsvert,
eða svo langt, að alt skarnið úr kviastæðunum álit-
ist að nægja til allgóðs áburðar á millibilið milli kvía-
stæðanna. Alt skarn lét eg úr stæðunum upprífa með
þar til gerðum hrífum og klárum, þá það fór nokkuð
að skilja frá jörðinni og flytja á millibilið, ogsvoapt-
ur strax í staðinn bera malað hrossatað og gamla kúa-
mykju, þvi annars vildu kvíastæðiu brenna. Og likan
áburð lét eg brúka i nokkur ár, og hafði talsvert
hrossatað, þá hórna þarf mörg brúkunarhross, og hef
eg opt látið þau liggja inni á næturnar á sumrum. —
Kálgarðarækt fór eg hér strax að láta brúka, svo hér
hefur hvert ár verið nóg kál fram á vor. Grænkál
hef eg látið standa, nokkuð af því upptekið, fram ept-
ir vetrinum, sem daglega brúkast; nokkuð hef eg látið
í kálhús, en eg færi það saman í garðinum og repti
svo yfir; eins líka hef eg tekið upp grænkál, og bund-
ið saman i vindla og hengt það upp á skemmuloft,
þar dimmt hefur verið, og geymt óskemmt fram á vor.
Mér þykir allgóður matur að sjóða lítið gott heilt
grænkál og láta það í þunnt skyr eða súrmjólk og
eta það með nýmjólk á málum. Kabikál læt eg sjóða
til súrkáls og talsvert er kúnum gefið af þvf á haust-
in og allt rófu- og næpnakál. í betra meðalári hefi
eg fengið frá 20—30 tunnur af kartöflum, rófum og
næpum.
Ei hefur raér fundizt eg vel heilsugóður, þó að ser-
deilis hættuleg veikindi hafi ei verið í mér. Á mín-