Blanda - 01.01.1918, Page 313
Kæra
yflr Ólaf amtmanni Stephánssyni frá kotungum
á Akranesi.
Eins og kunnugt er lngði Bessastaðavaldið ýmsar kvað-
ir á almenning, sem b]ó í grend við Bessastaði, svo sem
mannslán, hestlán, frían flutning yíir ár og firði, skyldu
til að róa á bátum Konungs eða umboðsmanna hjer. Kvað-
ir þessar voru, eins og eðlilegt var, mjögilla þokkaðar, og
mœtti því ætla, að innlendir höfðingjar liefðu reynt lil að
hlífa löndum sinum í þessu efni, en það er síður en svo
sje. Þess eru nóg rök, að þeir hafa i eigin hagsmuna-
skyni haldið þessum kvöðum fast að kotungunum á hjá-
leigum þeirra, sem þá voru margar, einkum á stórbýlum
við sjávarsiðuna. Og eptirfylgjandi kæra sýnir, að Ólafur
Stephánsson sem þó var talinn örláturograusnarlegurmaður,
hefur mjög þjakað hjáleigumenn sina, er hann bjó á Innra-
hólmi á Akranesi. Ólafur var embættislaus, þegar kæran
var skrifuð, og hefur það vafalaust gefið kotungunum
djörfung til að bera fram kæru þessa, sem annars var ó-
heyrt og óheyrilegt á þeim dögum. Þar við bættist og, að
nýr stiptamtmaðurvarþánýkominnj kammerherra Lewetzow,
sem kunnugt var um, að var lítill vinur Ólafs. Loks mætti
geta þess til, að Skúli gamli landfógeti, hafi heldur
blásið að þessu, því það er áreiðanlegt, að einhver
maktarmaður hafi ýtt undir kærendur, annars mundu
þeir varla hafa þorað, að koma henni á stað. Kæran er
prentuð eptir frumriti í Þjóðnkjalasafninu.
20*