Blanda - 01.01.1918, Page 314
308
Vjer undirskrifaður oí ðsnkumstum ti] að framfæra
fyrir ykkur virðulega hreppstjóra á Akranesi okkar
stóru nauðsyn, sem er viðvíkjandi þeim skuldum, er
fiestallir af oss eru 1 komnir á undanförnum árum,
bæði við danska og íslenska, en þó sjerdeilis í kaup-
staðinn seui ómögulega borgað geturn eptirfylgjandi
orðsaka vegna.
1. Þar amtmaður br. Ólafur Stephánsson tilbeldur
eður þrengir okkur að róa á sínum skipum á öllurn
ársins tímum í mannsláni, hvarfyrir við getum ei átt
utan einn blut, og megum ei, sem þjer sjáifir vitið,
skip eiga þó gætum, utan hann hafi helming okkar
skipsábata fyrir ekkert. Kunnum svo ekki að gjalda
skuldir í kaupstað, og lifa at þeim sama hlut með
marga menn í húsi, sjerdeilÍ3 þar hann leggur okkur
ekkert til eptir þeirri venju, sem hjer sunnanlands
alment yfir gengur, svo sdm formannskaup, drukk eð-
ur skiplag, sem hjer verið hefur 1 fjórðungur fiska,
og 1 fjórðungur mjöls til hvers manns, en hann lætur
það ekkert vera.
2. Er það mikil orðsök til okkar báginda, að vjer
fáum ei annað að gjalda eptir gras nje þurrabúðir
en góðan vertíðarfisk, hvað okkur þykir óbærilegt,
heldur við mættum gjalda eptir okkar ábýli í pening-
um, eður fiskurinn væri eptir kóngsins taksta af okk-
ur tekinn.
3. Skipar hann okkur öllum að fara með skyldu,
fyrir ekkert, eina ferð til kaupstaðarins á hverju sumri,
nær sem hann sjálfur vill, hvort heldur um slátt, eður
róður, sem er einasta fyrir hann, en ekkert okkur til
gagns, hvaraf vjer höfum haft opt stóran skaða. Vegna
allra áðurgreindra orðsaka getum vjer allmargir fá-
tækum sveitarlimum ekkert tillagt.
4. Setur hann svo mörg skip, sem hann sjálfur vill
á þá lóð, er haun hefur okkur leigt, án þess að gjalda