Blanda - 01.01.1918, Page 315
309
okkur eitt fiskvirði uudir þau, eður eptirgefa neitt af
jarðarskuldum þar íyiir.
Hversvegna vjer viljum yður virðulegir hreppstjórar
alúðlega umbiðja, að framfæra þessa okkar stóru nauð-
syn fyrir Háyfirvöldin, svo vjer mættum frá þessum
þyngsluro fríir verða, ef mögulegt er, og mættum hjer-
eptir okkar jarðarskuldir gjalda í peningum, þar sum-
ir af oss hal'a á afliðnu sumri ekkert úr kaupstað feng-
ið, og fáum svo lítið lán, og sjáum svo ei utan dauð-
ann fyrir. Hjer uppá vonum vjer yðar góðrar fram-
kvæmdar, sem og Háyfirvaldanna náðugrar úrlausnar,
verandi. Yðar virðulegheita
skyldugu þjenarar.
Heynesi d 22. oktbr. 1785.
Halldóra Jónsdóttir Hálfdán Helgason
Þuríður Jónsdóttir Pjetur Magnússon
Þorvarður Jónsson Ólafur Jörundsson
■ Jón Hinriksson Einar Benidigsson
Ólafur Pjetursson Jón Sveinsson
Ólafur Oddsson Nikulás Bjarnason
Gísli Jónsson
Andrjes Þórðarson
Með brjefi, dags 25 s. m. sendu hreppstjórarnir kæruna
til stiptamtm. Levetzow, og beiddu hann úrskurða. hvort
þessi kvöð væri lögmæt. Það stóð ekki lengi á svari hans;
því 1. nóvbr. gaf liann svolátandi úrskurð, á dönsku nuð-
vitað : Þoð er ykkur svo sem öðrum húsmönnura frjálst
að eiga báta sjálfir, og vera lausir við að róa á bátum
landsdrottins, sje honum, eins og venjulegt er, borgað
mannslán. En að þið fáið ekki formannskaup og skiplag,
oð þið verðið að gjalda eptir gras og búðir með góðum
vertíðarííski, að þið verðið að fara í kaupstaðinn fyrir
landsdrottinn ykkar, það er alt saman þess eðlis, að það
er komið undir samningi ykkar við hann, hvort það verð-
ur talið sanngjarnt eða ósanngjarnt. Dað er ykkur að
minsta kosti alveg frjálst að segja lausum samningnura,