Blanda - 01.01.1918, Page 319
313
vogi“, og er Strönd þá svo stórnuðug að rekum, að hún
togast á við H]allamenn, Krýsvikingn og sjálfan Skál-
holtsstól. Máldagi þessi kennir mnnni það, nð áreiðanleg
er sögusögn sú, er síra Jón getur um hér í kvæðinu (15.
er.), að garður hafi til forna verið hlaðinn kringum mestan
hluta Selvogs. Segir máldaginn svo, að sex vættir hvals
eigi hvort land „fyrir garði, en fjórar utan garðs“. En
ekki nefnir þessi skrá neina kirkju þá á Strönd. Þó er
það nær óhugsandi, að kirkja hafi þá ekki verið komin
þar fyrir laungu. Á dögum Árna biskups Dorlákssonar
(1269—1298) átti Erlendur lögmaður sterki Ólafsson (d.
1312) Strönd, Nes og sjálfsagt tleiri jarðir í Selvogi. Bisk-
up og hann stóðu mjög öndverðir í staðamálum, og eru
lítil líkindi til að Erlendur hafi farið „með fulltingi"
Árna biskups að reisa kirkju frá stofni á Strönd, enda
má sjá það af vitnisburði Þorbjarnar Högnasonar, út gefn-
um „á Strönd“ 13. Mai 13671), að kirkja muni hafa verið
sett þar fyrir laungu, því að Þorbjörn segist „fyrir sex-
tigi vetra og áður“ optsinnis hafa lesið og lieyrt lesinn
máldagá Strendur kirkju; hafi kirkjan þá verið orðin svo
rík, að liún meðal annars átti þrjáligi hundraða í heima-
landi (þ. e. hálft heimaland) og „alla veiði í fuglbergi11;
en hann segist hafa vitað, að „með ráði Árna biskups“
væri keyptar tvær klukkur til kirkjunnar. Þegar Þorbjörn
gaf út þenna vitnisburð, þá voru staddir á Slrönd Oddgeir
biskup, og mcðal annara þeir Erlingur Jónsson í Nesi (ef
til vill sonarsonur Erlends sterka) og Andrés Sveinsson,
síðar hirðstjóri, sem þá hefir ált Herdisarvík, og talinn er
sonarsonur Gríms lögmanns Þorsteinssonar, af ælt Hafur-
bjarnar eða Ingólfs ætt. Ef kirkja hefði verið sett á Strönd
af þeim Erlendi sterka og Staða-Arna, hefði þess án alls
efa verið gelið í sögu Árna biskups, nema það hefði þá
verið gert þau ár, sem söguna þrýtur.
Vera má, að kiikja hafi, eins og munnmælin segja, verið
sett fyrri i Nesi en á Strönd, og nð þar hafi verið höfuð-
kirkjan fram á öndverða 14. öld, sé Erlendur starki graf-
1) Fornbréfasafn III, Nr. 180,