Blanda - 01.01.1918, Page 320
314
inn þar, en ekki á Strönd.1) En 1397, í tið Vilchins bisk-
ups, er Strnndarkirkja orðin miklu ríkari en Nesskirkja.'2)
Þá hafði á undan Erlingi búið leingi í Nesi bóndi sá, er
Árni hét, liklega nálægt 1330—1360, og mun hann hafa
verið leingdur eða skyldur ætt Erlends sterka.
Sögusögnin um, að kirkja hafi verið sett í öndverðu á
Strönd fyrir áheit einhvers í hafavolki er ekki ósenníleg.
Strandarsund, sem er suður og austur af kirkjunni, hefir
sjálfsagt frá ómunatið, alt þar til að það tók að fylla af
sandi á síðari öldum, verið einliver öruggasta lendingar-
höfn fyrir öllu Suðurlandi. Segja kunnugir menn, að enn
sé opt kyrt á Strandarsundi, þó að allur Selvogssjór sé
í einni vellu. Er það gamalt mál, að aldrei berist skipi
á á Strandarsundi „rétt förnu“. Var annað sundmerkið
varða uppi i heiðinni, sem enn er þekkjanleg, en hitt sund-
merkið var niðri við sundið; lýndist það, og var sundið
því lítt tíðkað leingi á síðari tímum, að leiðarmcrkið var
ókunnugt. En á þeim árum, sem síra Ólafur Olafsson var
prestur í Selvogi, eða sem næst 1882—1884, sópaði veltu-
brim eitt sinn mjög sandi þar úr vörunum, og komu þá
fram grjót-undirstöður þar við sundið, og töldu menn þá
víst, að það væru grunnstæðurnar að sundmerkinu gamla.
Ýuisar sagnir hafa geingið um sundið. Sögðu sumir, að
jafnan væri lag á Strandarsundi á nóni dags. Tólfæring-
ur mikill, er Skúta bét, fylgdi Strönd á dögum Erlends
lögmanns og fram til 1632. Sngt var, að Skúta hefði alt-
af lag á Strandarsundi. Þó fórst hún að lokum, enda var
henni þá á sjó hrundið 1 nafni andskotans3).
Strönd í Selvogi var um langan aldur stórbýli og höfð-
ingjasetur. Þar var sjóargagn mikið og landkostir góðir.
Var jörðin eitt af höfuðbólum sömu hölðingjaættarinnar í
400 ár. alt frá því fyrir og um 1300 og fram undir 1700.
Má því fara nokkuð nærri um það, hverir búið hafi á
Strönd svo öldum skiptir, en það eru afkomendur Erlends
1) Sbr. Fornbréfasafn II. Nr. 209.
2) Fornbr. IV, bls. 99—101.
3) Sbr. Þjóðsögur og munnmæli, Rvik 1899, bls. 73—7bi
191.