Blanda - 01.01.1918, Síða 323
A
31?
Að visu' býr hann þar árin 1500—15071). Hann var gipt-
ur Margréli Jónsdóttur, systur Stefáns biskups. Er sagt,
að „þessi hústrú Margrét“ hafi haft Herdfsarvík frá Strand-
nrkirkju og geiið Krýsivikurkirkju.2) Margrét varð ekki
gömul, og er dáin ekki siðar en 1507,3) því að 3. Sept.
1508 er stofnaður kaupmáli Þorvarðs lögmanns og Krist-
inar Gottskálksdóttur.4) Telur lögmaður sér þá lil konu-
mundar Strönd i Selvogi 100 hundraða, Nes 60 hundraðn
og Bjarnastaði 40 hundraða. Þorvarður lögmaður lézt í
Noregi 1513. Þá hefir Erlendur sonur hans og Margrétar
enn ekki verið fullveðja, en hann fékk eptir föður sinn
bæði hin gömlu ætlarhöfuðból Kolbeinsstaði og Strönd,
með fleirum fasteignum. Erlendur varð lögmaður sunnan
og austan 1521, og luifði hann siðan bú bæði á Strönd og
Kolbeinsstöðum, en eptir 15235) mun hann leingstuiu liafa
setið á Strönd. Hafa geingið miklar sagnir um það, hve
stórfeldur hafi þá verið búskapur hans á Strönd, hæði til
lands og lár; var hann fjáruflamaður mikill og hið mesla
afarmenni, einkum við öl, og sást þá Iítt fyrir, en annars
þótti hann vitsmunamaður hinn mesti, og sigldi kænlega
milli skers og báru yfir brimsjó siðaskiptanna. Hinn 13.
Marta 1552 gaf konungur út erindishréf handa Páli Hvít-
feld hirðstjóra sínum hér á landi, þar sem hann meðal
annars skipar hann yíir öll góz konungs hér, leggur fyrir
bann að liegna banamönnum Kristjáns skrifara, og gefur
honum vald til að setja af bæði lögmenn, lögréttumenn
og sýslumenn, ef þeir sé konungi ótrúir eða athugaverðir
á annan hátt. Og jafnframt skipaði konungur Páli Hvít-
feld um leið að umboðsmanni með sama valdi hér á landi
Kggert Hannesson, einhvern mesta fjárdráttar og ásælnis-
mann, svo að hann þótti jafnvel vera ráðbani manna til
1) Fornbr.s. VII, Nr. 500, 639, 642; VIII, Nr. 95; sbr,
IX, Nr. 637.
2) Safn I, 52. — 1563 var Krýsivik með Herdísarvík lögð
niður sem sérstakt prestakall og lögð til Strendur.
3) Sennilega er hún dáin á Strönd og grofin þar.
4) Fornbr.s. VIII, Nr. 194,
5) Sbr. Fornbr.s. IX, Nr. 130, 131, 192, 260, 630.