Blanda - 01.01.1918, Síða 326
320
Eptir lát Gríms Þorleifssonur giplist Guðbjörg' Erlends-
dóttir Jóni sýslumanni Marteinssyni (1561); bjuggu þau
framan af á eignum Guðbjargar í Eyjafirði, en eptir dauða
Erlends lögmanus 1575 fluttu þau sig suður að Strönd,
og hafa þuu búið þar á meðan Guðbjörg lifði, en Einar
Grímsson, sonur Grims Þorleifssonar og Guðbjargar, mun
liata búið að eignum sínum í Eyjafirði. En dóttir hennar
og Jóns Marteinssonar var Solveig kona Hákonnr sýslu-
manns Björnssonar í Nesi, og er komin mikil œtt af Guð-
björgu. — Árið 1576, nœsta ár eptir dauða Erlends lög-
manns, gekk Alþingisdómur á milli Páls Eyjólfssonar á
Hjalla og Jóns Marteinssonar um reka Hjallakirkju og
Strandarkirkju’). En 1594 andnðist bœði Guðbjörg og
Einar Grímsson sonur hennar, og árið eptir, 15951 2), er Jóni
Marteinssyni gert að skyklu að svara innstæðu Strandar-
kirkju, er skulí vera 22 hundruð t frfðum peningum, og
er það ítrekað á Alþingi aptur 15982) Svo er að sjá sem
losnað muni bafa um ábúð Jóns Marteinssonar á Strönd
úr þessu, og á Alþingi 1596 eru „þoim unga manni" Grími
Einarssyni3) dæmd 45 hundruð i Strönd til erlða eptir Guð-
björgu ömmu sina, en Solveigu Jónsdóttur 15 hundruð
eptir Guðbjörgu rnóður sina. En Magnús Hjaltason í Teig'
hafði þá umboð Gríms. Þegar aldur færðist yfir Grím Ein-
arsson fékk hann forráð Strandar og Strendnr eigna.
Ættfræðingar segja, að hann bafi búið i Teigi í Fljóts-
hlíð, en það kemur illa heim við það, að Grímur er lög-
réttumaður í Arnesþingi 1632—1640, og þau ár mun hann
hafa búið á Strönd. Árið 1642, hinn 6. Ágúst, er Grímur
enn í fyrirsrari um Strandarkirkju að þrem fjórðungnm,
en að fjórðungi Hákon Björnsson og Sigurður Hákonar-
son. Segir Grímur þá, að hann hafi ekki „uppborið"
kirkjutfundirnar á Strönd, „heldur þeir, sem á hefðu búið“.
Bendir það á, að hann hafi þá ekki búið á Strönd. 1646,
hinn 15. Ágúst, er Grímur dáinn, þvi að þá er hann nefnd-
1) Alþbk. I, 323-325.
2) Alþbk. III, 18-19, 132.
3) Grímnr er orðinn i helztu bænda röð 1618, og er þa
nefndur i lögmannsdóm i Kópavogi 5. Okt.