Blanda - 01.01.1918, Page 328
322
Um Strandarkirkju sjálfa og áhoit til hennar verða frá-
sagnirnar nokkuð slitnar á hinum fyrri iildum. Þó má
sjá, að áheit á kirkjuna hafa tíðkazt mjög snemma. Er
það sérstaklega tekið fram í Vilchinsmáldaga 1397, að
Halla Jónsdóttir hafi gefið kirkjunni „tvö hundruð og fimm
aura fyrir skreiðartiund, sérdoilis fyrir heitfiska, svo marg-
ir sem þeir verða.111) Er þá og getið um bænhús í Her-
dísarvik. Ekki verður rakið um áheit eða gjafir til kirkj-
unnar fyrri en um duga sira Jóns Veslmanns, sjálfsagt af
þvf, uð það hefir ekki verið bókfest, því að á ýmsu má
sjá, að nógur átrúnaður hefir á kirkjunni verið, að minsta
kosti á 18. öld. Getið er þess í annálum, að Ketill kurt
hafi 1338 vegið mann einn, er Jón hét; siðan hafi KetiII
komizt í kirkju á Strönd í Selvogi, „og gerði þar óspektir,
og var fyrir því tekinn úr kirkjunni, og hálshöggvinn“.
Elzta lýsing k kirkjunni, sein nú er til, er frá dögum
Odds biskups, eplir að Grimur Einarsson liafði látið byggja
hana upp 1624. Er sú lýsing svona„Kirkjan nýsmíðuð :
fimm bitar ú lopli að auk stafnbitanna, kórinn alþiljaður,
lasinn prédikunarstóll; öll óþiljuð undir bitana, bæði í
kórnum og framkirkjunni, einninn fyrir altarinu, utan
bjórþilið. Þar fyrir utan blýþak ofan yfir bjórþilið, og of-
an á öllum kórnum er sagt sé blýleingja hvorumegin og
ein ofnn yfir mænirnum, líka svo á framkirkjunni“.
í visitazíu Brynjólfs biskups 6. Ág. 1642 er sagt, að
þessi kirkja sé „bygð fyrir 18 árum, vij stafgólf að leingd,
með súð, þiljuð bak og fyrir“. Þá er og getið um „það
blý, sem hún skal hafa áður með þakin verið“. Stóð
þessi kirkja fram til 1670, því að í visitaziu Brynjólts
biskups 22 Sept. það ár er kirkjan sögð nýbygð. Þá er
og svo fyrirmælt, að það gnmla blý „skuli ganga kirkj-
unni til hlífðar, hvað annars liggur hér aldeilis ónýtt“. Þá
er og í fyrsta sinn þe3s getið (1670), að land sé tekið að
rjúfu á Strönd, og er þá „tilsugt sóknarmönnum að balda
1) Fornbréfusafn IV, bls. 101.
2) AM 248. 4to bls. 280-81; Landsbókasafn 1649. 4t»
bla. 302-303.