Blanda - 01.01.1918, Blaðsíða 331
325
sem komin sé að falli. Sýnist kirkjan þá hafa verið bygð
upp í 5 eða 6 stafagólfum. I vísitaziu Jóns biskups Árnasom-
ar 8. Mai 1723 er kirkjuhöldurunum skipað enn að gera
grein fyrir andvirði blýsins. I visitazíu sama biskups 12.
Júni 1730 er sagt, að kirkjan leki og fjúki inn um þakið
á vet. ardag. Voru fyrirsvarsmenn kirkjunnar þá margir:
Magnús Einarsson, Egill og Grimur Eyjólfssynir á Þór*
köllustöðum, og að nokkru leyti Jón sýslumaður ísleifs*
son Hinn 4. Sept. 1735 skipar Jón biskup Árnason kirkju-
höldurunum að byggja kirkjuna upp þá þegur um haust*
ið, og var það gert. Var þá Magnús Einarsson uðalmað-
urinn í fyrirsvari um kirkjunu. Visiterar Jón biskup haná
svo vorið eptir h:nn 15. Júní 1736, og lýsir hann nýbygðú
kirkjunni, sem vur 6 stafgólf, þá svo : „Kirkjan er upp-
bygð á nœstliðnu hausti, mestan part af nýjum og sterk-
um viðum, svo hún er nú bæði að veggjum væn og vel
stundandi; að því leyti betur á sig komin en hún heíir
nokkurn tíma áður verið, að svo er um hana búið að ut-
anverðu, að sandurinn geingur ekki inn i hana; hennur
grundvöllur hetir og so verið mikið hækkuður, að hún
verst lungtum betur en áður fyrir sandinum að utanverðu,
Tvö krísholt1) eru framan fyrir kirkjunni, önnnur tvö á
baka til, þriðju til hliðu“.
Annaðhvort þetta ár eða hin næstu eptirfarandi hefir
Jón biskup Árnason sjálfur keypt Strönd, og að visu sýn-
ist liunn vera orðinn eigandi hennar 23 Sept. 1738 eða
fyrri2). Á þeim árum mun ekki hafa verið björgulegt i
ielvogi. Arið 1735 voru 2 búendur í Nesi, en höfðu verið
8 árið lG81; orðnir eru þó búendur þar 4 árið 1762, en þá
er Strönd aleydd.
Með gjafabiéfi 15 Júlí 1749 gerði Guðrún Einarsdóttir
(t. 1665, d. 20 okt. 1752), ekkja Jóns biskups Árnasonar,
samkvæmt testamentisbréli sinu frá 18. Sept. 1747, Strönd
„að ætinlegu beneficio“ Selvogsprestum til uppheldis, og
jörðin „reiknast nú, þó í eyði sé, vegna síns víttluftuga
1) eða: hrísholt. Smiðir mega seg a til, hvuð það merkir,'
2) Bréfabók Jóns biskups 1737-1739, bls. 651—652. ,