Blanda - 01.01.1918, Page 332
326
íbflglendis, rekavonnr, eggvers, veiðiskapar og annara her-
Jegheita 20 hundruð“.1)
, Anuað ár eptir, 8. Júní 1751, visiterar Olafur biskup
Gíslason Strandurkirkju; er þar þá sama kirkjan, sem bygð
;var fyrir 15 árum (1735). Segir biskup hana þá sfœðilega
að veggjum, en hins vegar sé „súðin og grindin víða
fúin“. Síðnn bœiir biskup við : „Húsið siendur hér á eyði-
sandi, svo liér er mikið bágt að fremja guðsþjðnustugerð
i stormum og stórviðrum; er þvi mikið nauðsynlegt, hún
sé flutt í annan hentugri stað“.
1749 hinn 6 Júni afhenti síra Þórður Eiríksson, sem þá
liafði verið leingi prestur Selvogsmanna, prestakall og
kirkju i hendur ungum presti, síra Einari Jónssyni, sem
feingið hafði veiting fyrir Selvogsþingum. Síra Einar var
ekki leingi að hugsa sig um að notá sór þessi orð biskups
og láta ekki hjá líða tœkifærið til þess að koma kirkjunni
heim til sín að Vogsósum Þar voru hægust heimatökin
fyrir hann, Ritar hann þá þegar á Alþingi 13. Júlí sam-
sumars bæði Pingel amtmanni og Olafi biskupi átakanlega
Jýsingu á kirkjunni og kirkjustaðnum, og tillögu um að
flytja kirkjuna heim að Vogsósum, og fær sama dag uppá-
skript prófastsins, síra Illuga Jónssonar, á bréf sitt, þar
sem prófastur geldur samþykki við öllu saman. Biskup
hefir þó ekki flýtt sér að gefa úrskurð hér upp á, og dreg-
ið það fram yfir veturnætur. En 3. Nóv. 1751 skipar hann
svo fyrir, að flytja skuli kirkjuna að Vogsósum, og skuli
þygging hennar þar framkvæmd og fullgerð á næslu tveim-
pr árum (1752—1753), Skýra skjölin sjálf bezt frá þessu
efni, og hljóða svona:
„Umkvörtun fíra Einars um Strandarkirkju í Selvogi.
Yeleðle og velbyrdige herra amtmann yfir Islandi
, herra Jóhann Christian Pingel!
Veleðle háehrnverðugi og hálærði berra superinten-
dent yfir Skálholtsstipti lierra Ólafur Gíslason!
Hér með innfellur mín nauðsynjafull umkvörtun út of
2) Æruminning Guðrúnar Einarsdóttur, Hólum 1778,
bls. 54—55. — Lagasafn handa íslandi II, 716—720.