Blanda - 01.01.1918, Blaðsíða 334
328
auðrajúldega, mínir hágunstugu herrar, hér uppá skriflega
resolverað.
Þingvöllum d. 13. Forblífandi með æstime þeirra
Julij 1751. skyldugur og auðmjúkur þénari
Einar Jónsson.
Framan og ofan skrifaða heiðarlegs síra Einars Jóns-
sonar sóknarprests til Strendurkirkju í Selvogi yfirlesna
umkvörtun meðkenni eg á sannindum grundvallaða vera,
að svo miklu leyti, sem mér er vitanlegt, og háæruverðug-
ur þessa stiptis biskup mun sjálfur persónulega séð hafa
1 sinni visitation á næstliðnu vori 1751. Til staðfestu er
milt undirskrifað nafn að Þingvöllum d. 13. Julij 1751.
Ulugi Jónsson.
Framanskrifaða umkvörtun æruverðugs kennimannsins
síra Einars Jónssonar hefi eg séð; hvað Strendurkirkju
viðvíkur, þá sýndist mér það ófært, nær eg visiteraði hana
á næstliðnu vori, að hún skyldi standa þar á eyðisandi,
og þeirra orsaka vegna, sem bér að framan upp taldar eru,
því lilsegist hérmeð velnefnduiu kennimanni, sem er bene-
ficeraður með þessu prestaknlli, að láta flytja Strendur-
kirkju, nú tvö næstkomandi sumur, að Vogsósum, og setja
hana þar niður á hentugt pláss. Hann skal láta tnka til
þessa verks svo snemma i vor sem mögulegt er, og láta
hlaða þar kirkjugarð um kring hana framliðnum til
greptrunar. Til þessa erfiðis er öll sóknin skyldug að
þéna, en kirkjun skal standa henni kost á meðan verkið
fram geingur, og þá það er svo fullkomið, að þar rnegi
embætta, skal sóknarpresturinn segja mér til, svo sú nýja
sóknarkirkja megi með guðs orði, bæn og blessun inn-
vigjast á næsta helgum degi. Sóknin skal og, svo inikið
sem mögulegt er, búa um kirkjugarðinn á Strönd, með
sóknarprestsins ráði, að hann blási ekki upp af framlið-
inna beinum, hvar til ekki sýnist óhentugt að þekja hann
utan og ofan með undirlögðu grjóti. Sker þessi mín ráð-
stöfun með Deres Velbaarenheds Hr. amtmannsins vitund
og samþykki, og má hér út i eingin forsómun verða.
Skálholti d. 3. Novembris 1751,
Ólafur Gislason.