Blanda - 01.01.1918, Page 353
347
hirtingarræðunni sat Sigmundur fyrst rólegur. — En
þegar honum þótti nóg komið, stóð hann snúðugt upp
og sagði: „Verið þér ekki að því arna, prestur minn.
Varla verða minir of margir í himnaríki“.
*
Snemma á 19. öld bjó á Neðraskarði i Leirársveit
bóndi, er Þorvaldur hét, vandaður og vel metinn, en
hafði þó þann galla, að hann var óvenjulega blótsam-
ur. — Á Neðraskarði o. fl. bæjum þar í grend er á-
kaflega veðrasamt í norðanátt og heyrist þá opt vind-
hljóðið í fjallinu áður en hvessir hið neðra. Þessu
lýsti Þorvaldur svo: „Þegar hvín í andskotanum, þá
er djöfullinn vís“.
*
Þorvaldur reri á vetrum í Akrakoti á Akranesi, og
þótti hinn nýtasti liðsmaður. — Einhverja vertíð voru
illar gæftir, en nógnr fiskur fyrir. — Á langafrjádag
var sjóveður gott, og vildi Þorvaldur róa þegar að
morgni, en formaður vildi lesa fyrst, og réð hann. í
lestrarlokin kom Þorvaldur út og sá, að menn voru
alment rónir; hljóp bann þá inn með ofboði og kallaði
i baðstofudyrum: „Hafðu helvízka skömm fyrir lest-
uriun! Þeir eru allir komnir til andskotans. Eg held
það só bezt að við fjöndumst á eptir“.
*
Það þótti, og þykir máske enn, hin mesta óhæfa
að blóta á sjó, en um það gat Þorvaldur þó ekki stilt
sig. — Pélögum hans þótti þetta mikið mein, og buðu
’honum fé til að varast blót, þótt ekki væri nema einn
dag, og taldi Þorvaldur það hægðarleik. Róið var
til miðs, fiskur nógur fyrir og drógu allir vel, nema
Þorvaldur, sem þó var fisknastur. Gekk svo æði
leingi, að hann varð ekki var. Það þoldi hann ekki,
hankaði uppi, beitti aungul sinn, fleygði út færinu og