Blanda - 01.01.1918, Page 355
349
að skara Ijósið, og varð meðhjálpari að gera það með
"berum gómum. — Skarið brendi meðhjálpara og hristi
hann það því snögt af fingrum sér, og hrökk það þá
í parryk Lýðs, sem hatði sofnað. Úr parrykinu fór
að rjúka, og íór meðhjálpari þá að blása á það með
hægð, en þá fór að loga. — Lýður vaknaði þá við
vondan draum, þreif báðum höndum logandi parrykið
af höfði sér, sleingdi því á nasir meðhjálpara og sagði:
„Hafðu það þá alt, helvítis brennivargurinu“. — Svo
fór hann út.
*
Síra G-ísli Þórarinsson í Odda varð bráðkvaddur. —
Sveinn Pálsson læknir varð þvi sóttur að skoða líkið.
f>egar hann kom að Odda, var Vigfús bróðir Gisla þar
fyrir, og fóru þeir þegar inn í herbergið, þar sem lík-
ið lá. Sveinn sá ekki hentugan stað fyrir hatt sinn,
og heingdi hann þvi á tærnar á líkinu. Þessu reidd-
ist Vigí'ús og sagði: „Brúkarðu fæturnar á honum
bróður minum fyrir uglu, mannskratti11. „Ójá“, sagði
Sveiun, ,.og þótti mér þó einlægt meira koma til fót-
anna á honum en höfuðsins".
*
Sveinn Pálsson og Magnús Stephensen sýslumaður
voru saman á ferð. — Á sunnudegi rétt fyrir hádegi
lá leið þeirra fram hjá kirkju. — Þá þótti óhæfa að
ríða fram hjá kirkju, en þeir höfðu verið á ferð alla
nóttina, og voru þvi þreyttir og syfjaðir, og gátu því
líka búÍ3t við, að gera hneyksli með þvi, að sofa í
kirkjunni. Þeir réðu þó af að fara í kirkju, en sitja
saman, og að sá, sem síðar sofnaði, skyldi vekja hinn.
Alt fór vel þangað til prestur var fyrir nokkru kom-
inn í stól, þá fór Sveinn að sofa og hraut. Magnús
íór að ýta við honum, fyrst með hægð, en svo fastara,
þegar annað ekki dugði. — Loksins rak Sveinn upp
stór augu eins og í svefnrofum og sagði hátt: „Hvern-