Blanda - 01.01.1918, Page 356
350
ig lætur helvítis maðurinn, má eg ekki sofa“. — Sveinn
hafði aldrei sofnað.
*
Þegar síra Sæmundur Holm var prestur að Helga-
felli, hafði hann einu sinni fyrir ræðutexta nauðsyn
alvarlegrar iðrunar og yfirbótar. Þess er ekki getið,
hve mergjuð ræðan hafi verið. En þegar nokkuð var
komið fram í hana, komu inn í kirkjuna danskir og
íslenzkir verzlunarmenn úr Stykkishólmi. Þá brýnir
prestur röddina og segir: „Það segi eg yður sattr
elskanlegir, að ef þér ekki gerið alvarlega yfirbót, þá
farið þér allir til helvítis — eins og kaupmennirnir
og þeir dönsku“.
*
Meðhjálpari síra Sæmundar, sem Guðmundur hét,
sótti prest til að þjónusta dauðvona kerlingu. Þegar
prestur kom, var kerling nýskilin við, og féll presti
það illa. Hann áttaði sig þó brátt og segir: „Það
skal í hana samt, haldið þér í sundur á henni kjapt-
inum, mr. Gfuðmundur11. Athöfnin fór svo fram.
*
Þegar Árni biskup Helgason heyrði, að Sveinbjörn
Egilsson hefði haldið lofræðu pereats-veturinn yfir
Jóni Þorleifssyni fyrir ást hans á bindindi, sagði
hann: „Mikið, að hann hélt ekki lofræðu yfir bakinu
á honum“. — Jón var krypplingur.
*
Árni biskup fór, sem optar, að Bessastöðum til
messugjörðar í blíðu veðri á, vetrarvertíð, en einginn
maður kom til kirkju. Þegar vonlaust var um messu,
fór síra Árni að tygja sig, og þegar hann kom út sá
hann, að menn voru alment rónir. Þá sagði hann:
„Þeir þurfa prest, sem getur prédikað úr stafni1'. Hann
tók aðstoðarprest, sem líka var vanur sjómaður.
*■