Blanda - 01.01.1918, Page 358
352
bar þar ekkert á henni, þegar kirkjan var opin. Þeg-
ar prestur var kotninn fyrir altari, var kirkju lokað,
og blasti grána þá vel við presti, er hann sneri sér
frarn til að tóna; en þegar hann sér gránu sína þarna,
.gleymdi hann því, sem hann átti að gera, en sagði
undrandi: „Hvað, er það ekki hún grána mín að tarna?“
*
Grímur Jónsson amtmaður yfirgaf embætti sitt um
tima og dvaldi erlendis. Þegar hann kom heim aptur
var fjölment á Akureyri að t'agna honum. Björn í
Lundi var þar einnig, en hann stóð einn sér nokkuð
afsíðis frá mannfjöldanum. Amtmaður gekk til hans
og heilsaði honura, en Björn tók varla kveðju hans.
Amtmaður spurði innilega, hvað amaði, en Björn fór
undan. Loks sagði Björn þó, að sig hefði dreymt í
nótt svo ljótann draum, að hann gæti ekki gleymt
honum. Þegar svo amtmaður vildi endilega fá að heyra
drauminn sagði Björn: „Eg get varla hugsað til þess
— mig dreymdi andskotann apturgeinginn11.
*
Sóknarprestur Björns, síra Sigurður Árnason á Hálsi,
lagðist í sótt. Hann var þá orðinn gamall og hrum-
ur, og bjuggust menn því við, að þetta mundi verða
banamein hans. Björn gerði sér þá ferð til prests,
sat hjá honum langa leingi og ræddi við hann mjög
alvarlega; lét prestur á sér skilja, að sér mundi ekki
batna til þessa lífs. Loks fór Björn að kveðja, geing-
ur þá að hvílu prests og segir um leið og hann kveð-
ur hann: „Jæja, dey þú karl minn — eg skal skita
á leiðið“.
*
Þeim bræðrum Birni og’Kristjáni lenti i veizlu sam-
an í orðahDÍppingum. Birni varð að lokum orðfall og
segir þá: „Þar rakstu stein i kjaptinn á mér“. Krist-
ján svarar: „Svo er gert á öllum nautshausum“.