Blanda - 01.01.1918, Qupperneq 361
1
355
hún skuli hér eptir hafa og halda í akti og æru þennan
sinn ektamann síra Eirek, og aungva ótilbærilega þanka
eður misgrun, án sannra orsaka, á hans breytni að hafa.
En væri svo, sem guð láti ekki ske, að fyrrskrifuð hjón
brjóti af þessum sáttmála og friðargerð, skyldu (þau) rétti-
lega utsett frá kristilegum fríheitum, sem er frá heilagri
aflausn og sacramentisins meðtekningu. Skyldi sú kven-
persóna Geirlaug Helgadóttir, af hverri mesta orsök til ó-
samþykkis greindra hjóna í millum risið hafði, fara til vist-
ar vestur til Hóla, eður þangað, sem biakupinn tilskikkaði.
En vilji fyrrskrifuð Geirlaug þessu ekki að hlýða, sé útsett
af kristilegum friheitum; þeir og í sama máta, sem hana
heima og halda í þessari sýslu........En svo mikið, sem
viðvíkur eiðboði síra Eireks, þá vírtist biskupinum með
prestunum hann aldeilis [afsakaðau og ámælislausan1 2), þótt
hann i þelta sinn ei eiðinn sverji, með því þar var eing-
inn áburður honum á hendi, og ei heldur það rykti, sem
eptir væri takandi, með því hann hafói og frambar frómra
manna vitnisburði, lærðra og leikra, nálægra og fjarlægra
allmargra, sem prestinn afsökuðu og saklausan héldu. Og
að þessu öllu framan skrifuðu játuðu og handsöluðu á
báðar síður, skyldi allur kali og misklíð fyrrskrifaðra ekta-
hjóna i milli vera útslokinn, dauður og maktarlaus, en hér
eptir rétt og sönn hjónabands ást og elska endurnýjaat
og staðfastlega haldast þeirra á milli í Jesu nafni
En nákvæmlega mánuði síðar en þetta fór fram lézt
Margrét heima í Höfða mánudaginn 13. Juní af hraparlegu
og hastarlegu slysi, en síra Eiríkur var riðinn að heiman
að morgni þess dags, og var þá af bæ, er slysið bar að
höndum. Skýrir frásögn Bólu-Hjálmars, er fer hér á ept-
ir, frá þeim atburði, eptir því, sem frá því hafði sagt Sig-
fús prófastur í Höfða, og sýnist þar alt, sem máli skiptir,
nijög koma saman við óræk gögn. Skiljanlegast er, að
konan haíi feingið aðsvif á lopiskörinni. Ekki er, heldur
1) [Svo
2) Ny kgl. Saml. 2-129. 4to, 0g Landsb. 1688. 4to (af-
skript Guðbr, Jónssonar).