Blanda - 01.01.1918, Page 364
358
lyndi. Var hún hinn mesti öðlingur að örlæti og hjarta-
gæðum við fátæka og auma, og varði til þess öllum
áhyggjum að ná frá presti nokkru til að gefa, og or-
sakaðist þar opt af sundurlyndi þeirra f milli. Prest-
ur geymdi jafnan sina beztu maura og fiskifaung í
kirkjuloptinu. Þótti honum þar öruggur staður, þar
hann geymdi jafnan sjálfur lykla, er þar að vissu.
Svo har til eitt sinn, að prestur messaði að Cfrýtu-
bakka, og hafði hann, framar veuju, gleymt heima
kirkjulyklum. Húsfreyja fann þá, og hugði nú að
nota tækifærið að ná sér nokkru hjá presti; fór því
til kirkju leynilega, og með henni stúlka nokkur, er
hún hafði sér jafnan að trúnaði. Tók hún sór faung
nokkur, er þær skyldu bera burt. En sera þær vildu
á burt fara, var sem húsfreyja tæki nokkurskonar
ærsli, og var sem hún væri þrifin með valdi ósýnilegu
og kastað yfir skilverk það, er inn vissi í kirkjuna.
Kom hún niður á höfði í kórdyrum á þreskildi, og
klofnaði höfuð henuar, og var hún þegar steindauð.
Þjónustustúlku hennar varð mjög hverft við, sem nærri
má geta; hljóp hún æpandi til bæjar og hót á fólkið;
varð flestum bilt, og var vitjað um húsfreyju. Var
hún örend og blóðstorkinn allur þrepstokkur kórdyra,
og þar urn kring. Líkið var borið í bæinn. Varin-
hella mikil var í jörðu greypt iyrir kirkjudyrum að
fornum sið. JÞar lögðu menn b'kið meðan raenn hag-
ræddu um duru, og rann þar enn blóð af líkinu urn
alla helluna. Síðan var það borið i hús. Harmaði nú
hvert manns barn svo hryggilegan afgang innar beztu
konu. Um kvöldið kom prestur heim og lót sér fátt
um finnast. Síðan bjó hann jarðarför konu sinnar og
efldi að erfi. Varð húu allharmdauð, einkum þeim fá-
tæku og voluðu. Prestur lét þvo og hreinsa innan og
utan kirkju alt, er blóð hennar hafði á fallið. En það
þótti tákni sæta, að bvert sinn er þjónusta skyldi í